Himnesk hörfræolía

Beint frá sveitabænum Nyborggaard á Vestur-Jótlandi í Danmörku.

  • Himnesk hörfræolía

Á Nyborggaard hafa bændurnir Johannes og Korna Jensen byggt upp lífræna ræktun síðan 1999. Þegar Korna stundaði nám í næringarfræði fæddist hugmyndin um að hefja ræktun á hörfræjum til framleiðslu á hollri olíu, sem þau hafa gert síðan 2003. Nýlega tók sonur þeirra, Sören Jensen, við búinu og heldur þessari fallegu fjölskylduhefð áfram.

Þegar við hjá Himneskt vorum að byrja að versla hörfræolíu af fjölskyldunni á Nyborggaard þá gátum við ekki pantað meira en 2 bretti í einu. Þetta var vegna þess að þau keyrðu flöskurnar sjálf að bryggjunni í litla sendibílnum sínum og það komust bara 2 bretti fyrir í honum.

Sören ræktar hörfræin sjálfur. Hann kaldpressar fræin við bestu aðstæður í endurbyggðri hlöðunni, þar sem olían er vernduð fyrir sólarljósi og súrefni í öllu ferlinu.

Olíunni er strax tappað á dökkar glerflöskur sem verndar hana frá skaða sólarljóss, og flöskurnar settar í pappaöskju. Flöskurnar fara síðan beint í kæli og er kæliferlið óslitið allt þar til varan er komin í verslanir. Með þessari vinnsluaðferð haldast gæðin sem best og til verður bragðgóð olía af háum gæðum.

Veður og tíðarfar hafa áhrif á bragðið, sem getur verið örlítið breytilegt milli ára. Til gamans má geta þess að fjölskyldan á Nyborggaard hélt sérstaklega uppá olíuna sem pressuð var úr 2009 uppskerunni, hún var að þeirra sögn sérlega bragðgóð.

Hörfræolían er rík af omega-3 fitusýrum (um 61%). Í olíunni finnast einnig omega-6 (um 13%) og omega-9 (um 15%) fitusýrur.​

Himneska hörfræolían fæst í öllum verslunum Bónus og Hagkaups, þið finnið hana í kælinum.