Fljótleg nærandi skál

15 jan. 2018

Í janúar hellist oft yfir okkur löngun til að taka aðeins til í hversdaglegum venjum, hvort sem þær tengjast heilsu eða öðrum hugðarefnum. Við mæðgur finnum sjálfar fyrir nýrri og kraftmikilli orku í janúar og tökum henni opnum örmum, enda ágætt mótvægi við desembergleðina sem brýtur upp hversdagsleikann með sínum sérstöku venjum og hefðum. Kannski nýársorkan hjálpi okkur jafnvel að forðast spennufall eða depurð sem getur fylgt hátíðarlokum (svokallaður “post-holiday blues”) því nú fáum við eitthvað nýtt að hlakka til og svolítinn meðbyr inn í seinni helming vetrarins, þegar biðin eftir vorinu virðist löng. En dagarnir lengjast smám saman, sólin hækkar á lofti og nú er tilvalið að nýta mánuðina framundan til að sinna því vel sem veitir okkur ánægju og eflir lífsorkuna. 

Við fáum kannski innblástur til að sinna áhugamálunum af meiri alúð, lesa góðar bækur, mæta oftar í yogatíma. Vera meira heima eða fara oftar út... finna stundum tíma til að gera ekki neitt, nú eða efla framkvæmdagleðina. Eða bara eitthvað allt annað.

Svo eru matarvenjurnar auðvitað sígilt viðfangsefni. Í þeim flokki langar okkur mæðgur til að halda áfram að leggja okkur fram við að njóta hverrar máltíðar í rólegheitum og borða eins mikið af grænmeti og okkur lystir, því það þykir okkur best. 


Okkur mæðgum þykir gaman að elda góðan mat. En oft er tíminn af skornum skammti og því höfum við báðar komist upp á lagið með það að útbúa fljótlegar máltíðir úr því sem er til í ísskápnum hverju sinni. Og satt best að segja eru einföldustu og fljótlegustu máltíðirnar oft þær sem eru í mestu uppáhaldi hjá okkur.

Svona máltíð köllum við einfaldlega skál, því við setjum bara það sem er til (og er gott) í fallega skál og njótum þess svo að borða.

Þetta gerum við stundum þegar við eldum saman, en eiginlega mun oftar í sitthvoru lagi, á bólakafi hvor í sínum hversdagsleika. Minni tími í að elda, meiri tími í að njóta... og fullt af grænmeti í kroppinn. 

Raudhola-brokkoliMmmm... spergilkál

Kjuklingabaunir-kryddadarKryddaðar kjúklingabaunir


Við ólumst reyndar báðar upp við að borða mikið úr skál, því afi Eiríkur/pabbi eldaði (og gerir enn) oftast eitthvað gott á pönnu og skellti því síðan í skálar ásamt salati og sýrðu grænmeti, ein skál á mann með öllu í. Á fallegum Instagram síðum hafa svona skálar verið kallaðar Buddha bowl, þá er verið að vísa í sögur af Buddha, sem hafði víst alltaf skál með sér og þáði mat að gjöf frá þeim sem áttu aflögu. Svo borðaði hann upp úr skálinni sinni það sem hafði fallið til þann daginn. Skemmtileg saga og passar vel við réttinn. 

Uppskriftin fer því alveg eftir því hvað við eigum til í hvert skipti. 


Oftast setjum við nóg af salati í skálina og skerum niður svolítið af því ferska grænmeti sem er til. (Í þetta skipti áttum við til afgang af spíralíseruðum gulrótum, rauðrófu og kúrbít svo við notuðum það, en stundum eru það bara alveg venjulegar gúrkusneiðar og nokkrir kirsuberjatómatar, þetta snýst allt um að nota það sem er til). Avókadó ratar nánast alltaf með, það er bara svo gott. Svo hitum við baunir á pönnu, t.d. kjúklingabaunir úr krukku, ásamt smá grænmeti (t.d. lauk og spergilkáli) í 2 mín, skellum því með í skálina og setjum góða sósu út á og þá er maturinn bara til. Best er að eiga alltaf einhverja góða sósu til í ísskápnum (helst heimalagaða...en keyptar eru líka næs). Ef við viljum hafa máltíðina saðsamari er fljótlegt að sjóða smá grjón, t.d.  kínóa, hrísgrjón, bygg, hirsi.. eða ef við eigum afganga í kæli, t.d. ofnbakað rótargrænmeti eða nánast hvað sem er, þá fær það að fljóta með. En bara ef það er til. Aðalatriðið er að við náum að útbúa ljúffenga og nærandi máltíð á örskostundu, þurfum ekki að bíða eftir að neitt sjóði eða bakist og getum nýtt sem mestan tíma í að njóta matarins. Hérna eru baunirnar svolítið lykilatriði því þær eru saðsamar og gefa prótein og góða orku. 

Mikilvægast af öllu er að hafa góða sósu með. Góð sósa gerir (næstum) allt gott.

Við gerðum ótrúlega góða sósu fyrir þessa skál: Spicy mayo hummus. Hugmyndin varð til þannig að við áttum heimagerðan hummus í ísskápnum og líka heimagert vegan spicy mayo, sem við einfaldlega hrærðum út í hummusinn. Hér finnið þið uppskrift að heimagerðu vegan spicy mayo. En svo er alltaf hægt að kaupa spicy mayo í búðinni, allskonar góðar tegundir til. Og hummus svo sem líka.

Og þá er það uppskriftin, þetta er það sem við áttum í þetta sinn. Passlegt fyrir tvo.

Buddha-bowl1

Spicy mayo hummus

 • 1 krukka kjúklingabaunir (3 ½ dl)
 • 2 msk vatn
 • 2 msk tahini
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1-2 hvítlauksrif, pressuð
 • ½ - 1 tsk salt
 • 1-2 msk jómfrúar ólífuolía
 • 2 msk spicy mayo (ef ekki til má nota ½ - 1 tsk chiliflögur og 2 msk olíu)

Aðferðin

Setjið allt nema spicy mayo í matvinnsluvél (eða skál fyrir töfrasprota) og maukið þar til hummusinn er orðinn silkimjúkur. Hrærið þá spicy mayo samanvið.  


Spergilkál

 • ½ spergilkálshöfuð 
 • 1 rauðlaukur 
 • kókosolía eða önnur hitaþolin olía til að steikja upp úr
 • smá sjávarsalt
 • svartur pipar

Aðferðin

Skerið spergilkálið í bita þar sem bæði blóm og stöngull eru  saman, afhýðið rauðlaukinn og skerið í u.þ.b. 6 hluta. Hitið olíu á pönnu og setjið svo grænmetið út á, kryddið og steikið í u.þ.b. ½ mín hvora hlið á vel heitri pönnu.


Kjúklingabaunir

 • 2 dl kjúklingabaunir
 • 1 msk olía
 • ½ - 1 tsk reykt paprika, duft
 • ½ tsk sjávarsalt 
 • 1 tsk hlynsíróp (má sleppa)

Aðferðin

Olían hituð á pönnu, kjúklingabaunirnar settar út á, kryddað með reyktri papriku og salti (og smá hlynsírópi ef vill). Leyfið að malla við vægan hita í 3-5 mín.

Skálin

 • nokkur lambhagakálblöð
 • 1 gulrót, spíralíseruð
 • 1 meðalstór rauðrófa, spíralíseruð 
 • ½ kúrbítur, spíralíseraður
 • 1 stk avókadó, skorið í bita
 • smá sítrónusafi (fyrir avókadóið)
 • smá salt
 • 2 dl soðið korn ef vill, t.d. kínóa
 • steikt grænmeti og kjúklingabaunir
 • spicy mayo hummus

Aðferðin

Setjið ferska grænmetið í skál (skorið eða spíralíserað eftir hvað hentar), ásamt avókadó m sítrónu og salti. Soðið korn ef vill, steikt grænmeti og kjúklingabaunir ofan á og setjið svo vel af sósunni. 

Njótið!


Fyllt hátíðar grasker - 10.12.2018 Hildur Salt Solla

Innbakad-28
Hnetusteik er líklega algengasti hátíðarréttur grænkera. Sjálfar framreiðum við hnetusteik nokkrum sinnum á ári og okkur finnst voðalega gaman að leika okkur að því að hafa hana aldrei alveg eins. Í ár ætlum við að nota hnetusteik sem fyllingu í fallegt butternut grasker, það kemur ljómandi vel út. Uppskriftin

Vegan Tartalettur - 6.12.2018 Hildur Salt Solla

Vegan tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu. 
Og jú, hún er bara ljómandi góð.

Uppskriftin

Innbakað Oumph! - 4.12.2018 Hildur Salt Solla

Innbakað jóla Oumph!
Ljúffengur hátíðarréttur fyrir grænkera. Hefðbundið meðlæti fer vel með innbökuðu Oumph!-i Uppskriftin

Vegan sörur - 9.11.2018 Hildur Solla Sætt

Vegan sörur

Ný uppskrift úr tilraunaeldhúsi okkar mæðgna.
Við þróuðum nýja tegund af sörum því við erum pínu óþolinmóðar og langar stundum að stytta okkur leið... en samt bjóða upp á gómsætt gúmmilaði úr lífrænt ræktuðu hráefni.

Uppskriftin

Lakkrís kókoskökur með súkkulaði - 2.11.2018 Hildur Solla Sætt

Lakkrís kókoskökur með súkkulaði

Í skammdeginu finnst okkur svolítið notarlegt að baka eitthvað gott um helgar. Núna um helgina verður smá afmæliskaffi í fjölskyldunni og við ákváðum að baka smákökur sem gætu slegið í gegn hjá afmælisbarninu, sem er hrifið af lakkrís og súkkulaði. 

Uppskriftin

Dal - 15.10.2018 Hildur Salt

Dásamlegt dal

Dal hefur lengi verið uppáhalds maturinn minn. Dal er fyrsti rétturinn sem ég lærði að elda og örugglega sá sem ég hef eldað oftast yfir ævina, ég hef meira að segja borðað dal á jólunum! 

                                                                 - Hildur

Uppskriftin

Babaganoosh - 3.10.2018 Salt Solla

Babaganoosh - grillað eggaldin

Babaganoosh er uppskrift frá Mið-Austurlöndum og í sinni einföldustu útgáfu er hún grillað eggaldin, maukað með sítrónusafa, salti og tahini.
- Solla

Uppskriftin

Berjadraumur úr garðinum - 20.9.2018 Sætt

Ómótstæðilegur berjadraumur úr garðinum

Mamma kom í heimsókn og töfraði fram berjadraum úr rifsberjum og sólberjum úr garðinum. 
- Hildur

Uppskriftin

3 fljótlegir sælkeragrautar - 23.8.2018

Chiagrautar-14

Fyrripart dags uppfyllir chiagrautur mjög margt af því sem ég er að leita að. Saðsamur og gefur endingargóða orku svo ég þarf ekki að vera að fá mér snarl í tíma og ótíma. Og svo er hann líka algjört gúmmilaði, sem er auðvitað aðalatriðið fyrir sælkerann í mér, sem vill helst ekkert borða nema það sé afbragðsgott.  

Uppskriftin

Mjúkt taco með BBQ kjúklingabaunum - 15.8.2018 Salt

Mjúkt taco með kjúklingabaunum

Taco er svona máltíð sem auðvelt er að útbúa þannig að allir fái eitthvað sem þeim líkar vel, jafnvel þótt smekkurinn sé ólíkur. 

Uppskriftin

Vegan bröns - 8.8.2018 Salt Sætt

Vegan brönsj

Helgarbröns er ein af okkar uppáhalds samverustundum með fjölskyldunni, afslappað og eitthvað á borðum sem öllum finnst gott.

Uppskriftin

Grænar skrímsla muffins - 9.7.2018 Sætt

Grænar skrímslamuffins
Einn rigningardaginn í sumarfríinu langaði börnin að baka muffins. Við ákváðum að hleypa ímyndunaraflinu á flug og bjuggum til nýja tegund, grænar skrímslamuffins.  Uppskriftin

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa - 28.6.2018 Salt

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa
Við mæðgur höldum mikið upp á tófú. Uppskriftin

Vegan brauðsalat - 7.6.2018 Salt

Vegan brauðsalat

Brauðsalöt eru eitthvað svo sumarleg. Minna okkur á útilegur og garðveislur og svona ljúfa sumardaga þar sem allir eru of uppteknir í góða veðrinu til að nenna að elda og fá sér bara brauð og salat.

Uppskriftin

Litlar sítrónukökur - 19.5.2018 Sætt

Litlar sítrónutertur

Mjúkar og rjómakenndar sítrónutertur sem bráðna í munni. Þessar ljúffengu litlu tertur er tilvalið að eiga í frystinum og taka fram þegar gesti ber að garði.

Uppskriftin

Uppáhalds chiagrauturinn - 8.5.2018 Sætt

Uppáhalds chiagrauturinn
Þessa dagana er sólberjagrautur algjörlega uppáhalds morgunmatur okkar mæðgna. Svooooo góður! Uppskriftin

Páskagulur mangóís - 27.3.2018 Sætt

Páskagulur mangóís
Í okkar fjölskyldu var ananasbúðingur lengi vel hinn árlegi páskadesert. Kannski er það þess vegna sem okkur finnst alltaf svo gaman að hafa páskadesertana okkar páskagula. Uppskriftin

Appelsínu og chia muffins - 9.3.2018 Sætt

Áferðin er góð, stökkar efst og mjúkar innan í. Alveg passlega sætar og ríkulegt appelsínubragð. Uppskriftin

Veganúar - 11.1.2018

Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða er jákvæð fyrir umhverfið, heilsuna og dýrin. Að auki kjósum við mæðgur alltaf lífræna ræktun þegar það er hægt, vegna þess að við teljum þá aðferðafræði hafa góðan samhljóm með umhverfinu, sem gagnast okkur öllum til lengri tíma, bæði mönnum og dýrum.

Uppskriftin

Vegan smurálegg - 11.1.2018

Vegan smurálegg

Okkur langar til að sýna ykkur skemmtilega aðferð við að búa til jurta”ost”. Við mæðgur höfum svo gaman af því að búa til svona gúmmelaði, þið gætuð haft gaman af að prófa líka, hvort sem þið eruð Grænkerar eða þykir einfaldlega gaman að prófa eitthvað nýtt.

Uppskriftin

Vegan súkkulaði muffins - 7.1.2018 Sætt

Við mæðgur bökuðum ljúffengar súkkulaði muffins um daginn, sem kláruðust á skotstundu. Við fengum nefnilega nokkra svanga smakkara í óvænta heimsókn. Litlu munnarnir smökkuðu vel og vandlega og við megum teljast heppnar að hafa sjálfar náð að næla okkur í örfáa bita.  Uppskriftin

Ilmandi kanilsnúðar - 6.1.2018 Sætt

Hér áður fyrr var snúðakakan hennar ömmu Hildar fastur liður hjá fjölskyldunni á afmælisdögum. Kakan var samsett af mörgum mjúkum snúðum úr heilhveitiblöndu, sem amma kryddaði með kanil og sætti hóflega með hrásykri. Snúðarnir runnu ávallt ljúflega niður og voru vinsælir meðal ungra afmælisgesta. Það blandaðist því svolítil nostalgía við kanil ilminn í loftinu þegar við mægðurnar bökuðum saman mjúka kanilsnúðaköku og fengum litla fingur til að taka þátt.

Uppskriftin

Tahinibrúnkur - 5.1.2018 Sætt

Núna nýlega helltist afar ákallandi löngun í sætindi með tahini ívafi yfir okkur mæðgurnar, svo við skelltum í tahinibrúnkur sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Þetta eru ekki dísætar bombur, bara svona passlega svakalega góðar brúnkur. Sesamkeimurinn af tahini-inu blandast ríkulegu súkkulaðibragðinu sérlega vel. Og þegar við bítum í kökurnar er áferðin svona örlítið klístruð og seig en á sama tíma mjúk og dásamleg. Mmm... og stökkar ristaðar heslihnetur...

Uppskriftin

Innbökuð jólasteik - 7.12.2017

Við styttum okkur leið og gerðum fljótlegri útgáfu af hátíðarmatnum. Uppskriftin

Langömmu smákökur - 30.11.2017 Sætt

Smákökubakstur er hluti af aðventuhefð margra, enda voða notalegt í skammdeginu að dunda saman í eldhúsinu og fá smákökuilm í húsið. Flest eigum við okkar uppáhalds sort sem vekur upp góðar minningar. Við mæðgur eigum eina svoleiðis, sem við köllum langömmukökur því uppskriftin kemur upphaflega frá langömmu. Við höfum aðlagað uppskriftina að okkar smekk, minnkað sykurinn svolítið og skipt yfir í hráefni sem við erum hrifnar af. Við viljum hafa sem mest lífrænt ræktað og svo finnst okkur mikilvægt að velja súkkulaði með fairtrade vottun í baksturinn. En kökurnar eru alltaf jafn góðar og bragðið vekur upp aðventu-nostalgíu hjá okkur mæðgum. Uppskriftin

Uppskerusalat með heitum krydduðum kjúklingabaunum - 17.10.2017 Salt

Uppskerusalat

Senuþjófurinn í þessu salati eru klárlega kjúklingabaunirnar, kryddaðar með reyktri papriku og bornar fram heitar. Mmm... við gætum borðað svona baunir í hvert mál.

Uppskriftin

Spergilkáls steik - 13.9.2017 Salt

brokkolisteik

Glænýtt íslenskt spergilkál er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Hér gerum við þetta dásamlega hráefni að aðal stjörnu máltíðarinnar. Spicy sesammaukið bragðast einstaklega vel með steikinni.

Uppskriftin

Ilmandi berjapæja - 28.8.2017 Sætt

Dásamleg bláberjapæja

Á þessum árstíma, á mörkum hausts og síðsumars, finnst okkur mæðgum voða notarlegt að baka ilmandi berjaböku. Við búum svo vel að eiga til smávegis af bláberjum eftir berjamó. Annars er oft hægt að kaupa íslensk bláber og svo er þessi uppskrift líka frábær með þeim berjum sem við eigum hverju sinni. Ilmurinn af nýbakaðri berjaböku er svo dásamlega haustlegur og minnir okkur á að hver árstíð hefur sinn sjarma.

Uppskriftin

Krækiberjasaft - 24.8.2017

En sá lúxus að geta skroppið upp í fjallshlíð og tínt næringarrík ber í kílóavís. Hvað er dásamlegra en að koma þreyttur og sæll heim, með fjólubláa tungu, lungun full af súrefni, krukkur fullar af villtum afurðum landsins og góðar minningar? 

Uppskriftin

Bláberjasulta - 23.8.2017 Sætt

Við mæðgur ólumst báðar upp við berjamó og sultugerð hjá ömmu Hildi. Hún notaði aldrei þessar hefðbundnu sultuuppskriftir þar sem algengt hlutfall berja og sykurs er 50/50. Hún bjó til sínar eigin uppskriftir, minnkaði sykurinn og notaði vel af kryddi eins og kanil, vanillu og engifer (og gerir enn). Bragðlaukarnir okkar vöndust þess vegna aðeins minna sætum sultum og í dag finnst okkur sulturnar bestar vel kryddaðar og ekkert of sætar. Hér er okkar eigin uppskrift að bláberjasultu. Uppskriftin

Regnbogaspaghetti - 9.6.2017 Salt

Það er eitthvað við þessa björtu sumardaga sem kallar fram löngun í litríkan og ferskan mat hjá okkur mæðgum. Grænmetisspaghetti er einn af þessum réttum sem okkur finnst svo góðir á sumrin. Við gerðum ljúffenga útgáfu um daginn og notuðum allt litríkasta grænmetið sem við fundum. 

Uppskriftin

Ofnbakað eggaldin - 19.5.2017 Salt

Bakad-eggaldin-med-fyllingu

Þessa dagana eru til ofsalega falleg og góð eggaldin í búðunum. Við höfum meira að segja rekist á íslensk eggaldin nýlega. Ofnbakað eggaldin finnst okkur virkilega ljúffengt, við notum það oft sem grunn sem við fyllum af því góðgæti sem við eigum til þann daginn. Í þetta sinn fékk rétturinn á sig svolítið mexíkóskan blæ, með baunum, avókadó, kóríander og djúsí kasjúhnetusósu.

Uppskriftin

Litríkar rótarfranskar - 31.3.2017 Salt

Heimalagaðar franskar eru ljúffengar, bæði sem meðlæti en líka bara einar og sér með djúsí sósu til að dýfa í. Þegar við mæðgur gerum franskar finnst okkur skemmtilegast að hafa þær litríkar og notum þess vegna rauðrófur, sætar kartöflur og sellerírót ásamt hinum hefðbundnu hvítu kartöflum. Bragðið verður fjölbreyttara og svo eru þær afbragðs fallegar!

Uppskriftin

Rófu taco - 18.10.2016 Salt

Rófu-taco er einn af okkar uppáhaldsréttum. Okkur finnst alltaf gaman að bjóða upp á réttinn í matarboðum, því hann kemur jafnvel hörðustu sælkerum á óvart. Hollt getur líka verið dásamlega gott!

Uppskriftin