Blog
Reykt tófú

Reykt tófú

Fljótlegt kjúklingabauna karrý

Kúrbíts lasagna

Kúrbíts lasagna er í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Þetta lasagna kemur reyndar upphaflega úr hráfæðieldhúsi Sollu, en þegar hún fékk þá snilldarhugmynd að prófa að baka það í ofni eins og hefðbundið lasagna, þá varð þetta virkilega djúsí réttur, sem nú er orðinn fastagestur á matseðlinum.
Uppskriftin3 fljótlegir sælkeragrautar

Fyrripart dags uppfyllir chiagrautur mjög margt af því sem ég er að leita að. Saðsamur og gefur endingargóða orku svo ég þarf ekki að vera að fá mér snarl í tíma og ótíma. Og svo er hann líka algjört gúmmilaði, sem er auðvitað aðalatriðið fyrir sælkerann í mér, sem vill helst ekkert borða nema það sé afbragðsgott.
UppskriftinFyllt hátíðar grasker

Vegan Tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu.
Og jú, hún er bara ljómandi góð.
Innbakað Oumph!

Vegan sörur

Ný uppskrift úr tilraunaeldhúsi okkar mæðgna.
Við þróuðum nýja tegund af sörum því við erum pínu óþolinmóðar og langar stundum að stytta okkur leið... en samt bjóða upp á gómsætt gúmmilaði úr lífrænt ræktuðu hráefni.
Lakkrís kókoskökur með súkkulaði

Í skammdeginu finnst okkur svolítið notarlegt að baka eitthvað gott um helgar. Núna um helgina verður smá afmæliskaffi í fjölskyldunni og við ákváðum að baka smákökur sem gætu slegið í gegn hjá afmælisbarninu, sem er hrifið af lakkrís og súkkulaði.
Dal

Dal hefur lengi verið uppáhalds maturinn minn. Dal er fyrsti rétturinn sem ég lærði að elda og örugglega sá sem ég hef eldað oftast yfir ævina, ég hef meira að segja borðað dal á jólunum!
- Hildur
UppskriftinBabaganoosh

Babaganoosh er uppskrift frá Mið-Austurlöndum og í sinni einföldustu útgáfu er hún grillað eggaldin, maukað með sítrónusafa, salti og tahini.
- Solla
Berjadraumur úr garðinum

Mamma kom í heimsókn og töfraði fram berjadraum úr rifsberjum og sólberjum úr garðinum.
- Hildur
Mjúkt taco með BBQ kjúklingabaunum

Taco er svona máltíð sem auðvelt er að útbúa þannig að allir fái eitthvað sem þeim líkar vel, jafnvel þótt smekkurinn sé ólíkur.
UppskriftinVegan bröns

Helgarbröns er ein af okkar uppáhalds samverustundum með fjölskyldunni, afslappað og eitthvað á borðum sem öllum finnst gott.
UppskriftinGrænar skrímsla muffins

Vegan brauðsalat

Brauðsalöt eru eitthvað svo sumarleg. Minna okkur á útilegur og garðveislur og svona ljúfa sumardaga þar sem allir eru of uppteknir í góða veðrinu til að nenna að elda og fá sér bara brauð og salat.
UppskriftinLitlar sítrónukökur

Mjúkar og rjómakenndar sítrónutertur sem bráðna í munni. Þessar ljúffengu litlu tertur er tilvalið að eiga í frystinum og taka fram þegar gesti ber að garði.
UppskriftinUppáhalds chiagrauturinn

Páskagulur mangóís

Appelsínu og chia muffins

Fljótleg nærandi skál

Okkur mæðgum finnst gaman að elda góðan mat. En stundum (oft) er tíminn af skornum skammti og því höfum við báðar komist upp á lagið með það að útbúa fljótlegar máltíðir úr því sem er til í ísskápnum hverju sinni. Og satt best að segja eru einföldustu og fljótlegustu máltíðirnar oft þær sem eru í mestu uppáhaldi hjá okkur.
UppskriftinVeganúar

Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða er jákvæð fyrir umhverfið, heilsuna og dýrin. Að auki kjósum við mæðgur alltaf lífræna ræktun þegar það er hægt, vegna þess að við teljum þá aðferðafræði hafa góðan samhljóm með umhverfinu, sem gagnast okkur öllum til lengri tíma, bæði mönnum og dýrum.
UppskriftinVegan smurálegg

Okkur langar til að sýna ykkur skemmtilega aðferð við að búa til jurta”ost”. Við mæðgur höfum svo gaman af því að búa til svona gúmmelaði, þið gætuð haft gaman af að prófa líka, hvort sem þið eruð Grænkerar eða þykir einfaldlega gaman að prófa eitthvað nýtt.
UppskriftinVegan súkkulaði muffins

Ilmandi kanilsnúðar

Hér áður fyrr var snúðakakan hennar ömmu Hildar fastur liður hjá fjölskyldunni á afmælisdögum. Kakan var samsett af mörgum mjúkum snúðum úr heilhveitiblöndu, sem amma kryddaði með kanil og sætti hóflega með hrásykri. Snúðarnir runnu ávallt ljúflega niður og voru vinsælir meðal ungra afmælisgesta. Það blandaðist því svolítil nostalgía við kanil ilminn í loftinu þegar við mægðurnar bökuðum saman mjúka kanilsnúðaköku og fengum litla fingur til að taka þátt.
UppskriftinTahinibrúnkur

Núna nýlega helltist afar ákallandi löngun í sætindi með tahini ívafi yfir okkur mæðgurnar, svo við skelltum í tahinibrúnkur sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Þetta eru ekki dísætar bombur, bara svona passlega svakalega góðar brúnkur. Sesamkeimurinn af tahini-inu blandast ríkulegu súkkulaðibragðinu sérlega vel. Og þegar við bítum í kökurnar er áferðin svona örlítið klístruð og seig en á sama tíma mjúk og dásamleg. Mmm... og stökkar ristaðar heslihnetur...
UppskriftinLangömmu smákökur

Uppskerusalat með heitum krydduðum kjúklingabaunum

Senuþjófurinn í þessu salati eru klárlega kjúklingabaunirnar, kryddaðar með reyktri papriku og bornar fram heitar. Mmm... við gætum borðað svona baunir í hvert mál.
UppskriftinSpergilkáls steik

Glænýtt íslenskt spergilkál er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Hér gerum við þetta dásamlega hráefni að aðal stjörnu máltíðarinnar. Spicy sesammaukið bragðast einstaklega vel með steikinni.
UppskriftinIlmandi berjapæja

Á þessum árstíma, á mörkum hausts og síðsumars, finnst okkur mæðgum voða notarlegt að baka ilmandi berjaböku. Við búum svo vel að eiga til smávegis af bláberjum eftir berjamó. Annars er oft hægt að kaupa íslensk bláber og svo er þessi uppskrift líka frábær með þeim berjum sem við eigum hverju sinni. Ilmurinn af nýbakaðri berjaböku er svo dásamlega haustlegur og minnir okkur á að hver árstíð hefur sinn sjarma.
UppskriftinKrækiberjasaft

En sá lúxus að geta skroppið upp í fjallshlíð og tínt næringarrík ber í kílóavís. Hvað er dásamlegra en að koma þreyttur og sæll heim, með fjólubláa tungu, lungun full af súrefni, krukkur fullar af villtum afurðum landsins og góðar minningar?
UppskriftinBláberjasulta

Regnbogaspaghetti

Það er eitthvað við þessa björtu sumardaga sem kallar fram löngun í litríkan og ferskan mat hjá okkur mæðgum. Grænmetisspaghetti er einn af þessum réttum sem okkur finnst svo góðir á sumrin. Við gerðum ljúffenga útgáfu um daginn og notuðum allt litríkasta grænmetið sem við fundum.
UppskriftinOfnbakað eggaldin

Þessa dagana eru til ofsalega falleg og góð eggaldin í búðunum. Við höfum meira að segja rekist á íslensk eggaldin nýlega. Ofnbakað eggaldin finnst okkur virkilega ljúffengt, við notum það oft sem grunn sem við fyllum af því góðgæti sem við eigum til þann daginn. Í þetta sinn fékk rétturinn á sig svolítið mexíkóskan blæ, með baunum, avókadó, kóríander og djúsí kasjúhnetusósu.
UppskriftinLitríkar rótarfranskar

Heimalagaðar franskar eru ljúffengar, bæði sem meðlæti en líka bara einar og sér með djúsí sósu til að dýfa í. Þegar við mæðgur gerum franskar finnst okkur skemmtilegast að hafa þær litríkar og notum þess vegna rauðrófur, sætar kartöflur og sellerírót ásamt hinum hefðbundnu hvítu kartöflum. Bragðið verður fjölbreyttara og svo eru þær afbragðs fallegar!
UppskriftinRófu taco

Rófu-taco er einn af okkar uppáhaldsréttum. Okkur finnst alltaf gaman að bjóða upp á réttinn í matarboðum, því hann kemur jafnvel hörðustu sælkerum á óvart. Hollt getur líka verið dásamlega gott!