Einfalt pasta

Pasta og pizzur

  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Suma daga er einfaldleikinn bara bestur. Hér finnið þið einfaldan pastarétt þar sem gott lífrænt hráefni fær að njóta sín.  Margir hafa vanist því að nota pasta úr hvítu hveiti, en pasta úr heilhveiti eða heilmöluðu spelti er trefjaríkara en það hvíta og því bæði bragðmeira og heilsusamlegra. Í Himnesku vörulínunni er gott úrval af grófkorna pasta. Þetta pasta er unnið úr heilu korni frá ökrunum umhverfis Montebello klaustrið í Marche á Ítalíu, þar sem akrarnir hafa verið ræktaðir án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna um langan aldur. Og okkur finnst það alveg dásamlegt! 

  • 1 msk jómfrúar ólífuolía
  • 1 lítill laukur, skorinn í sneiðar
  • 2 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
  • 425g tómatpassata (1 krukka)
  • 340g pastasósa m basilíku (1 krukka) – eða maukaðir tómatar (1 krukka)
  • 2 dl vegan ostur að eigin vali, mulinn eða rifinn (t.d. parmesan eða hreinn fetakubbur)
  • 250g heilhveiti spaghetti (½ pakki)
  • 1 krukka grilluð paprikasjávarsalt (magn fer eftir smekk og hversu saltur osturinn er)
  • nýmalaður pipar
  • 2 dl fersk basilíka, söxuð
  • ristuð graskersfræ, til að strá yfir 

Mýkið laukinn í 1 msk ólífuolíu á pönnu (u.þ.b. 5 mín), bætið hvítlauknum út á (í 1 mín) og hellið því næst maukuðum tómötum og passata á pönnuna og leyfið að malla í 10 – 15 mínútur, eða á meðan þið sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum. Þegar pastað er tilbúið, slökkvið þá undir sósunni og hrærið ostinum, pastanu og grilluðu paprikunni út í. Smakkið til með sjávarsalti og nýmöluðum pipar. Það fer svolítið eftir því hvaða ostur er notaður í uppskriftina hversu mikið salt þarf, ef osturinn er mildur þarf meira salt. Stráið fullt fullt af ferskri basilíku og ristuðum graskersfræjum yfir. Berið fram með fallegu salati. Njótið.