Spaghetti með linsum

Pasta og pizzur

  • Auðvelt
  • Vegan bolognese
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Himneskt spaghetti er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. 

Pastað er hægþurrkað, sem fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins eins og best verður á kosið. Hægt er að velja spaghetti úr lífrænt ræktuðu heilhveiti eða lífrænt ræktuðu heilmöluðu spelti.

Þessi pastaréttur er einfaldur og bragðgóður og minnir svolítið á kjötlaust spaghetti bolognese. 

  • 150g lífrænt spaghetti, ósoðið
  • olía til að steikja upp úr
  • 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
  • 3 gulrætur, rifnar á grófu rifjárni
  • 50g rauðar linsur 
  • 3 msk tómatpúrra
  • ½ krukka (um 170g) Himnesk pastasósa
  • 2 msk vatn
  • 1-2 tsk sjávarsaltflögur
    þinn uppáhalds parmesan ostur, t.d. vegan
  • Gott að bera fram með litlum tómötum, fersku timían og góðu pestó.

Setjið olíu á pönnu - bætið rauðlauk og hvítlauk út á - hrærið í 1-2 mín og bætið svo gulrótum, rauðum linsum og tómatpúrru út á - hrærið í um 1 mín og bætið svo restinni af uppskriftinni við - lækkið hitann og látið malla við vægan hita í 10-15mín. 

Þegar allt er komið á pönnuna og sósan er að malla er gott að sjóða spaghetti skv. leiðbeiningum á pakkanum:
1. Setjið vatn í pott og saltið eftir smekk. Pastað er svo sett í pottinn þegar suðan er komin upp. Gætið þess að vatnið fljóti vel yfir. Miðað er við 1 lítra af vatni fyrir hver 100g af pasta.
2. Sjóðið í 8-10 mínútur.
3. Gott er að hræra aðeins í pottinum svo að pastað festist síður saman. Þegar pastað er soðið er best að hella vatninu af og bera það strax fram eða kæla það niður.

Stráið rifnum parmesan osti yfir þegar borið fram.

Gott að bera fram með litlum tómötum, fersku timían og góðu pestó.