Árstíðirnar


Krydduð bláberjasulta

Haust Sultur

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi bláberjasulta er þykkt með chiafræjum. Kryddið, mórberin og kókospálmasykurinn gefa sultunni karakter og dásamlegt bragð.
 
  • 10 dl bláber 
  • 1 dl mórber
  • 2-4 msk kókospálmasykur (eða sæta að eigin vali)
  • safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk hreinn sítrónusafi úr flösku 
  • vanillustöng 
  • kanilstöng 
  • ½ tsk túrmerik eða 1-2 cm bútur fersk rót
  • nokkur korn sjávarsalt 
  • 1 væn msk chiafræ, möluð í krydd- eða kaffikvörn

Setjið bláberin í pott ásamt sítrónusafanum, mórberjunum, sætunni, vanillustönginni, kanilstönginni, túrmerikrótinni og nokkrum saltkornum. Látið suðuna koma upp og bullsjóða og hrærið í 1-2 mín, lækkið undir pottinum og hrærið möluðu chiafræjunum útí og látið malla þar til sultan byrjar að þykkna. Takið af hellunni og látið standa í smá stund. Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmíteygju. 

Þessa sultu er líka hægt að gera hráa. Þá er gott að nota malaðan kanil og vanilluduft eða dropa, allt sett í matvinnsluvél í staðinn fyrir pott og maukað.