Grænkálspestó

Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Hvort sem þið eigið grænkál úti í garði, eða fáið falleg búnt í búðinni, þá er þetta pestó virkilega ljúffeng leið til að njóta þessa næringarríka káls út í ystu æsar. T.d. frábært álegg, út á salöt, pasta, pizzur.
.
  • 5 grænkálsblöð (takið stilkinn af)
  • 5 góðar svartar ólífur (takið steinana úr)
  • 50g lífrænar heslihnetur (ristaðar eða bakaðar) 
  • 2 döðlur, smátt saxaðar 
  • 1 hvítlauksrif 
  • smá sjávarsalt 
  • safi og hýði af 1 sítrónu (lífrænni ef til) 
  • ½ - ¾ dl jómfrúarólífuolía frá Himneskt

Byrjið á að rista eða baka heslihneturnar við vægan hita. Setjið svo allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél eða morter og maukið/merjið. Setjið í skál og hrærið ólífuolíunni út í. Berið fram í fallegu íláti og njótið!