Meðlæti

Fyrirsagnalisti

Heimagerð BBQ sósa - Sósur, pestó og chutney Sumar

Heimalöguð BBQ sósa er frábær með góðum grillmat.

Pestó með kjúklingabaunum - Sósur, pestó og chutney Sumar

Klassískt pestó með kjúklingabaunum.

Vegan mayo (m/aquafaba) - Sósur, pestó og chutney

Hér höfum við vegan útgáfu af heimagerðu mayonesi. Í þessa uppskrift notum við m.a. soð af kjúklingabaununum (vökvinn sem umlykur baunirnar í krukkunni) sem kallast aquafaba.


Guacamole - Sósur, pestó og chutney

Heimalagað guacamole er svo gott og auðvitað ómissandi með mexíkóskum mat. Gott guacamole er líka frábært út á salöt, í skálar og sem ídýfa.

Grænkálspestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hvort sem þið eigið grænkál úti í garði, eða fáið falleg búnt í búðinni, þá er þetta pestó virkilega ljúffeng leið til að njóta þessa næringarríka káls út í ystu æsar. T.d. frábært álegg, út á salöt, pasta, pizzur.
.

Sveppasósa - Sósur, pestó og chutney Vetur

Sveppasósa er einstaklega góð með grænmetisbuffi eða hnetusteik og hindberjasultu.


Hundasúrupestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.

Kryddjurtapestó - Sósur, pestó og chutney

  • 100g möndlur, þurrristaðar 
  • 3 msk ferskar kryddjurtir: 
  • rósmarín + timian + salvía 
  • 1 búnt kóríander 
  • ½ búnt minta 
  • 1-2 rauður chili 
  • 1 ½ tsk sjávarsalt 
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 ½ dl kaldpressuð jómfrúar ólífuolía

Byrjið á að létt rista möndlurnar. Setjið því næst allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið, setjið í skál og hrærið olíunni útí og klárið að blanda saman.