Súkkulaði og hindberjasmoothie

Hristingar

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Ljúffengur súkkulaði-avókadósmoothie með frískandi hindberjamauki í botninum. Þessi smoothie er tilvalinn í morgunsárið eða sem millimál, þegar við þrufum smá dekur. Hægt er að breyta þessum smoothie í desert með því að auka á döðluskammtinn, eða bæta við öðrum sætugjafa eins og t.d. hlynsírópi. 

Bleikur botn

  • 1 dl hindber, ef frosin leyfið aðeins að þiðna
  • ¼ epli, rifið eða skorið í litla bita
  • 1 tsk engiferskot (eða rifinn engifer)

Hrærið hindberjum, rifnu epli og engifersafa saman, gott að stappa aðeins með gaffli. Setjið í botninn á tveim glösum eða krukkum.


Súkkulaðismoothie

  • 1 þroskað avókadó
  • 2 dl haframjólk
  • 1 lúka gott spínat eða grænt kál
  • 1 banani
  • 2 msk kakóduft
  • ½ tsk vanilla
  • örlítið sjávarsalt

Setjið hráefnið í súkkulaðismoothie-inn í blandarann og blandið vel saman. Hellið yfir bleika botninn. Smoothie-inn þykknar aðeins ef þið látið standa í smá stund. Njótið með skeið, eða skellið loki á krukkuna og geymið í kæli og njótið síðar.