Súkkulaði avókadó terta

Kökur

  • Auðvelt
  • Avókadó súkkulaðiterta
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi ljúffenga avókadó súkkulaðiterta hreinlega bráðnar í munni! Tertuna er ofureinfalt að útbúa, enda bara 4 innihaldsefni sem til þarf. Í kremið notum við avókadó og súkkulaðið frá Himneskt sem er vönduð hágæða vara, lífrænt og fairtrade vottað. Fyrir þá sem vilja hafa tertuna vegan hentar að nota dökka 71% súkkulaðið eða möndlusúkkulaðið. Tertan er dásamleg borin fram með ferskum berjum, eða frosnum.    
  
  • 2.5 dl þurrkaðar döðlur 
  • 2.5 dl pekanhnetur eða möndlur
  • 3 miðlungs stór avókadó, vel þroskuð
  • 200g lífrænt súkkulaði (þitt uppáhalds)
  • + nokkrar sjávarsaltflögur

Setjið pekanhneturnar í matvinnsluvélina og malið svona milli gróft. Bætið döðlunum út í ásamt örlitlu sjávarsalti og blandið þar til þetta klístrast vel saman. Þrýstið niður í form og setjið inn í frysti á meðan þið búið til fyllinguna. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, takið af hellunni og látið kólna án þess að súkkulaðið stífni. Afhýðið avókadóin og setjið í matvinnsluvél og hellið súkkulaðinu út í og maukið þar til þetta er orðið alveg silkimjúkt og kekklaust. Smakkið fyllinguna, það má bæta smávegis hlynsírópi út í ef þið viljið hafa hana sætari (fer eftir smekk og hvaða súkkulaði varð fyrir valinu, 71% súkkulaðið er minnst sætt). Hellið fyllingunni í botnin og setjið tertuna svo inn í kæli til að stífna, í 30 - 60 mín. Ef þið geymið tertuna í frysti er gott að taka hana út láta standa aðeins áður en þið gæðið ykkur á henni, hún á að vera mjúk en ekki frosin. Berið fram með ferskum berjum.