Súkkulaði smákökur

Smákökur Vetur

  • Auðvelt
  • Súkkulaði smákökur
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Frábærar jólakökur fyrir þá sem eru hrifnir af súkkulaði. Bakaðar úr lífrænt ræktuðu hráefni. 


  • ⅔ b kókosolía (eða vegan smjör)
  • 1 b hrásykur
  • ½ b möndlumjólk eða önnur mjólk
  • 2 tsk vanilla
  • 1 b spelt, fínt malað
  • 1 b spelt, gróft malað
  • ½ b kókosflögur
  • ½ b kakó
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ¼-½ tsk sjávarsalt
  • 200g súkkulaði, saxað

Setjið kókosolíu og kókospálmasykur í matvinnsluvél eða hrærivél og hrærið saman.

Bætið möndlumjólk og vanillu út í og blandið. 

Blandið restinni af uppskriftinni saman og hrærið rólega út í.

Gott er að kæla deigið í ísskáp áður en kökurnar eru mótaðar, en það er ekki nauðsynlegt. 

Mótið smákökur og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu, hafið smá bil á milli því kökurnar breiða úr sér í ofninum. Þrýstið ofan á hverja köku með teskeið eða fingri.

Bakið við 190°C í 6-9 mín (aðeins misjafnt eftir ofnum og stærðinni á kökunum – fylgist bara með fyrstu umferð til að sjá hvað er passlega lengd).

Leyfið kökunum að kólna svolítið og stífna áður en þið smakkið. Kökurnar eru dásamlegar nýbakaðar.