Sykurlaust ketó súkkulaði m/lakkrís

Sælgæti

  • Egg-8_1554895589663

Uppskrift

Sykurlaust súkkulaði með lakkrísduft. Hráefnið er lífrænt og vegan.
  • 150g kókosflögur 
  • 170g möndlusmjör
  • 150g kakósmjör, brætt
  • 1 msk kakóduft  
  • 2 tsk vanilla  
  • ¼ tsk sjávarsaltflögur (eða eftir smekk)
  • nokkur chilikorn 
  • 5 dropar stevia ef vill  - eða önnur sæta- eða engin sæta 
  • hreint lakkrísduft (fæst t.d. í Epal)

Bræðið kakósmjör yfir vatnsbaði. 

Malið kókosflögurnar í mjöl, annað hvort í matvinnsluvél eða blandara. 

Bætið nú restinni af uppskriftinni út í og klárið að blanda þar til þetta er orðið að silkimjúku deigi, svolítið eins og smoothie.

Hellið í form og setjið inn í frysti til að stífna.

Þegar súkkulaðið er orðið stíft, kannski eftir 2 klst, má losa molana úr formunum og strá lakkrísdufti yfir. 

Geymið í frystinum. 

Njótið.