Valentínusarkökur

  • Miðlungs
  • Valentínusarkökur
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Dásamlegar kökur með jarðaberjakremi og súkkulaði. Upplagt að útbúa hjartalaga kökur fyrir valentínusardaginn.
(En þær bragðast alveg jafn dásamlega vel í hringlaga formi!).

  • Botn:
  • 1 ½ b möndlur, malaðar í matvinnsluvél (hægt að nota möndlumjöl)
  • 4-5 msk hlynsíróp
  • Krem:
  • 2 ½ b kasjúhnetur, lagðar í bleyti 
  • 3 b frosin jarðaber
  • ½ b hlynsíróp
  • Súkkulaði:
  • 100g  71% lífrænt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði

Byrjið á að leggja kasjúhnetur í bleyti í 3 bolla af vatni og látið standa í 2 klst, sigtið svo vatnið frá. 

Botninn:
Setjið malaðar möndlur/möndlumjöl og hlynsíróp í matvinnsluvél og blandið þar til þetta klístrast vel saman.
Þrýstið niður í 1 stórt form eða hjartalaga muffinsform (eru gjarnan 12 saman).

Kremið:
Setjið útbleyttar kasjúhnetur í matvinnsluvél ásamt jarðaberjum og hlynsírópi og blandið þar til þetta verður kekklaust.
Hellið fyllingunni í formið/formin og setjið inn í frysti í 1 klst.

Súkkulaðið:
Setjið 2 msk af bráðnu súkkulaði yfir hverja köku og inn í frysti þar til súkklaðið hefur stífna.

Kökurnar geymast vel í frystinum. Gott er að taka kökurnar út úr frystinum áður en þær eru bornar fram og leyfa þeim að standa í nokkrar mínútur.
Njótið!