Vegan banana muffins

Bakstur Muffins

  • 12 manns
  • Auðvelt
  • Bananamuffins
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Ljúffengar bananamuffins sem er tilvalið að baka þegar bananarnir á eldhúsborðinu eru komnir á síðasta snúning. Auðveld uppskrift sem krakkarnir hafa gaman af að spreyta sig á. Dásamlegar með helgarkaffinu.

  • 3 stórir vel þroskaðir bananar (uþb 300g)
  • 3 msk kókosolía
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 dl hrásykur
  • 1.5 tsk vanilla
  • 1.5 tsk kanill
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 225g spelt, t.d. fínt og gróft til helminga 
  • 2-3 tsk lyftiduft
  • ½ tsk sjávarsalt 
  • 50g saxaðar hnetur eða súkkulaði, ef vill

Forhitið ofninn í 180°C (ekki blástur). 

Stappið banana í skál, hrærið olíum, hrásykri, vanillu, kanil og sítrónusafa saman við. 

Blandið spelti, lyftidufti og salti saman í aðra skál. 

Sameinið svo blöndurnar, en ekki hræra of lengi, bara rétt nóg til að allt blandist vel. 

Að lokum má bæta söxuðum hnetum eða súkkulaði varlega við. 

Smyrjið muffinsform eða setjið pappaform í muffinsformin. 

Deigið dugar í u.þ.b. 12 vel fyllt form. 

Bakið við 180°C í 20-23 mín. 

Gott að taka muffinsin úr forminu og leyfa að kólna aðeins áður en þið njótið.