Snarl

Fyrirsagnalisti

Orkubitar - Orkustykki

Orkustykki úr haframjöli, fræjum, döðlum og súkkulaði.

Hummus - Hummus og álegg

Þessi hummus er mjög ljúffengur, æðislegt að bera fram með niðurskornu fersku grænmeti og maískökum, en líka góður sem álegg á brauð og rosa góður í vefjur.

Orkukúlur - Orkustykki

Þessar kúlur með haframjöli og hnetusmjöri er gott að geyma í kælinum og næla sér svo í eina og eina með kaffinu.

Súkkulaði álegg - Hummus og álegg

Ljúffengt súkkulaði álegg úr kjúklingabaunum, hnetusmjöri og döðlum. Tilvalið til að smyrja á maískökur eða hrískökur og raða ferskum ávaxtabitum ofan á, eins og banana, epli, jarðaberjum eða bláberjum.


Hummus m krydduðum baunum - Hummus og álegg

Kryddaðar stökkar kjúklingabaunir og ferskir granateplakjarnar ásamt ferskum kryddjurtum gera þennan hummus alveg ómótstæðilegan. Hummusinn er silkimjúkur, kjúklingabaunirnar gefa gott bit, granateplakjarnarnir smá sætu og kryddjurtirnar himneskt bragð.

Berið til dæmis fram með heitu pítubrauði, eða grófu rúgbrauði, ásamt fersku eða bökuðu grænmeti.

Spelt bollur - Brauð og bakstur Vefjur og brauð

Einfaldar og góðar spelt bollur, frábærar nýbakaðar með (vegan) smjöri og góðu áleggi eins og niðurskornu grænmeti eða hummus.

Parmesan smákökur - Brauð og bakstur Vetur

Í nóvember og desember finnst mörgum gott að gæða sér á smákökum og hafa það notalegt.
En ekki þurfa allar smákökur að vera sætar. Hér höfum við dýrindis smákökur með parmesan og púrrulauk, heslihnetum og sinnepi sem eru algjörlega ómótstæðilegar.


Hafra og hindberja kökur - Brauð og bakstur Orkustykki

Þessar kökur eru hóflega sætar en mjög góðar, snilldar biti í síðdegishressingu eða með morgunkaffinu.

Útivistar stykki - Orkustykki Sumar

Mjög einföld og góð orkustykki til að taka með í útivist. Sniðugt að nota þær hnetur, möndlur og fræ sem þið eigið til heima.

Hnetusmjörs molar - Orkustykki Sælgæti

Þessa hnetusmjörsmola er fljótlegt og einfalt að útbúa. Enga sérstaka hæfileika þarf til, bara blanda öllu saman, þjappa í form, kæla og skera.
Og svo auðvitað njóta!


Jalapeño hummus - Hummus og álegg

Þægilegt er að gera hummus úr lífrænum kjúklingabaunum frá Himneskt. Þegar hummusinn er tilbúinn passar hann akkúrat í tóma krukkuna, og best að geyma með loki inni í ísskáp.

Edamame hummus m/kryddolíu - Hummus og álegg

Grænn hummus úr edamame baunum og avókadó með dásamlegri kryddolíu.
Edamame baunir fást frosnar, í þessa uppskrift er best að kaupa lausfrosnar sem eru ekki í hýði.

Pestó hummus - Hummus og álegg

Pestó hummus er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum hummus.
Hummus er hollt og gott álegg á brauð og kex. Svo er líka frábært að nota hummus sem sósu inn í vefjur, eða út á salöt og skálar.


Eggaldin ídýfa - Hummus og álegg

Eggaldin ídýfu (Baba Ganoush) er gott að nota svipað og hummus, til dæmis sem ídýfu, álegg á brauð eða sem sósu inn í vefjur eða með ofnbökuðu grænmeti.

Pestó vöfflur með salsa - Brauð og bakstur

Grænar pestó vöfflur eru skemmtilegur hádegisverður eða öðruvísi kvöldverður. Einnig er hægt að útbúa helminginn af vöffludeginu án pestó, og hinn helminginn með pestó, til að fá matarvöfflur og desertvöfflur á sama tíma.

Brauðbollur - Brauð og bakstur Vefjur og brauð Vetur

Fátt er betra en volgar nýbakaðar bollur, smurðar með jurtasmjöri sem bráðnar aðeins. Þessar bollur er tilvalið að bera fram með ilmandi grænmetissúpu.   

Svartbauna hummus - Hummus og álegg

Svartbauna hummus er frábært álegg á brauð, hrökkbrauð eða inn í vefjur. Líka gott að nota sem ídýfu með niðurskornu grænmeti.
Við notum ítölsku lífrænu og kaldpressuðu ólífuolíuna okkar í hummusinn. 


Kryddjurta og sítrushummus - Hummus og álegg

Hér höfum við uppskrift að kryddjurta- og sítrushummus þar sem við notum möndlusmjör í staðinn fyrir tahini, og bætum ferskum kryddjurtum í mixið og skvettum vel af sítrónusafa út í. 

Orkubitar - Orkustykki

Sykurlausir orkubitar henta vel fyrir þau sem vilja sleppa viðbættum sykri.
Hægt er að blanda nokkrum dropum af steviu eða öðrum sætugjafa að eigin vali út í uppskriftina ef þið viljið fá smá sætt bragð, því bitarnir eru náttúrulega ekki sætir án sætugjafa.
Bitarnir gefa orku og eru saðsamir.

Bananabrauð - Brauð og bakstur

Bananabrauð er svo dásamlega gott með helgarkaffinu. Þessi uppskrift er vegan (hvorki egg né mjólkurvörur) og við notum fínt og gróft spelt til helminga, svo það er passlega gróft. Sælkerar bæta súkkulaðibitum í brauðið og þá er það eiginlega orðið að köku. Nammms! Við skreyttum með banana og möndlum ofan á, en það er ekki nauðsynlegt. Möndlurnar ristast við baksturinn og verða rosalega góðar. Bananinn gefur svona grillað bananabragð, sem minnir á fallegt sumarkvöld. 

Hálfmánar með sætkartöflufyllingu - Brauð og bakstur Ofnréttir Sumar

Þessir hálfmánar eru rosalega góðir. Flottur aðalréttur með salati og góðu spicy mayo, en líka handhægir í nesti eða lautarferð. Fyrir þá sem eru að flýta sér má kaupa tilbúið pizzadeig eða bökudeig, en það er samt ekkert mál að útbúa sitt eigið eftir uppskriftinni hér. 

Orkukúlur - Orkustykki Sælgæti Vor

Þessar einföldu orkukúlur eru frábært nesti í útivistina. Þær eru líka upplagt nammi og virkilega ljúffengar með kaffinu. 

Kjúklingabauna snakk - Snakk

Þessar krydduðu kjúklingabaunir er frábært að nota á svipaðan hátt og brauðteninga í salöt og út á súpur. Snakkið er skemmtilegt undir tönn og góður próteingjafi í máltíðina. Líka fínt snakk milli mála. 

Kanilsnúðar - Bakstur Brauð og bakstur Haust Vetur

Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim. 

Hundasúrupestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.

Ristaðar möndlur - Snakk Vetur

Jólalegar möndlur. Sniðug heimagerð jólagjöf eða ljúffengt snarl á aðventunni og í jólaboðin.