Heimagert pestó

búðu til þína eigin uppskrift

  • Heimagert pestó

Viltu búa til þína eigin uppskrift? Hér eru leiðbeiningar.

Nokkrar góðar pestó uppskriftir

Grænkálspestó 
Kryddjurtapestó 
Pestó með kjúklingabaunum
Hundasúrupestó 

Ef þig langar að virkja sköpunarkraftinn og búa til þína eigin pestó uppskrift þá er hér ein leið til að nálgast málið. Gott pestó inniheldur oft hnetur, kryddjurtir, safa úr sítrusávexti, kaldpressaða olíu og svo eitthvað bragðgott eins og ólífur/hvítlauk/chili og svo má alltaf bæta smá grænmeti út í líka. 

Búðu til þína eigin uppskrift

1. Veldu hnetur til að rista: furuhnetur - pekanhnetur - kasjúhnetur - möndlur - heslihnetur - fræ (50-75g)
2. Veldu kryddjurtir: basilíka - kóríander - salvía - steinselja - minta - rósmarín (50g)
3. Veldu súrt: sítrónusafi - lime - appelsína - mandarína (1-3 msk)
4. Veldu góða kaldpressaða olíu: jómfrúarólífuolía - bragðgóð hnetuolía (½ -1 dl)
5. Veldu eitthvað bragðgott: ólífur (5-10 stk) - hvítlauksrif (1 stk) - chili (½) - döðlur (2 stk) - vegan parmesan
6. Veldu grænmeti ef vill: grænkál (2-3 blöð) - klettasalat (25g) - rauðrófubiti - brokkolíbiti
7. Sjávarsalt (½ - 1 tsk)

Byrjið á að rista hneturnar eða fræin. Setjið svo allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið eða merjið í mortéli. Oft er gott að mauka ekki alveg, heldur leyfa hráefninu að vera aðeins grófu, en það fer eftir smekk. Hrærið að lokum olíunni út í. Smakkið til og bætið því við sem þið teljið að geri pestóið enn betra.

Berið fram í fallegu íláti og njótið. 

Pesto