Gulrótarfranskar m/ ídýfu

19 ágú. 2019

 • gulrótarfranskar

Þessi tími árs, svona síðsumars, er í algjöru uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Íslenska grænmetisuppskeran er mætt í búðirnar og það finnst okkur svo dásamlegt. Við þreytumst ekki á því að gera tilraunir með grænmeti, enda er það uppáhalds maturinn okkar.

Íslenskar gulrætur eru til dæmis sívinsælt snarl hjá krökkunum, við pössum að eiga alltaf nóg af þeim í ísskápnum. Þær eru einkar hentugur forréttur á meðan svangir munnar bíða eftir kvöldmatnum. 


Um daginn gerðum við gulrótarfranskar úr stærstu gulrótunum í pokanum. Þær voru rosalega góðar, sérstaklega með dásamlegri ídýfu úr sýrðum hafrarjóma.

Gulrotarfranskar-2

Gulrotarfranskar-3
Gulrótarfranskar

 • 3 stórar gulrætur, skornar í tvennt eftir endilöngu og síðan hver lengja í þrennt
 • 1 msk jómfrúar ólífuolía, lífræn frá Himneskt
 • 2 msk næringarger
 • 2 tsk hvítlauksduft
 • ½ tsk svartur pipar
 • ½ tsk sjávarsalt
 • ½ dl smátt söxuð steinselja

Skerið gulræturnar niður í passlegar lengjur og setið í skál.

Setjið restina af uppskriftinni út í og veltið gulrótunum upp úr.

Raðið á bökunarpappír á ofnplötu og bakið við 200°C í 12-15 mín 


Ídýfa

 • 2 msk sýrður hafrarjómi (oatly er mjög góður)
 • 1 msk sítrónusafi
 • ½ tsk nýmalaður svartur pipar
 • ½ tsk sjávarsalt

Hrærið öllu saman.

Njótið !

gulrótarfranskar

Brokkolí m/ ídýfu - 4.8.2019

Brokkolí Spergilkál með ídýfu
Nýtt íslenskt brokkolí er komið í búðirnar!
Uppskriftin

Bláberja lummur - 25.7.2019

Vegan lummur amerískar pönnukökur
frábærar í brunch Uppskriftin

Klassískar pönnukökur - 8.7.2019

Pönnukökur Vegan
Vegan pönnukökur Uppskriftin