Appelsínu og súkkulaði lummur
Lummur eru ekta helgartrít. Fullkomnar í brunch eða með eftirmiddags kaffinu.

Mjög óvæntur og heillandi eiginleiki baunasoðs uppgötvaðist fyrir nokkrum árum. Þegar vökvinn er þeyttur í hrærivél umbreytist hann eins og fyrir töfra í stífa froðu sem minnir á þeyttar eggjahvítur. Okkur finnst þetta alveg frábær nýting á hráefni sem annars færi til spillis. Sjálfar notum við mikið af kjúklingabaunum, bæði í hummus, falafel, pottrétti og salöt. Forsoðnar baunir í krukku eru fljótleg leið til að gefa prótein og fyllingu í máltíð svo við grípum mjög oft í þær. Okkur finnst því gaman að hægt sé að nýta vatnið sem umlykur baunirnar í allskyns góðgæti.

Ef ykkur langar að baka súkkulaðilummur en eigið ekki kjúklingabaunasoð þá getið þið prófað þessa skotheldu vegan lummu uppskrift hér í staðinn (ekkert aquafaba) og skipt bláberjunum út fyrir súkkulaði og appelsínudropa: Bláberjalummur

Hráefnið fæst lífrænt ræktað frá Himneskt, í Bónus og Hagkaup
Appelsínu og súkkulaði lummur
- 4 ½ dl spelt, lífrænt
- 3 dl þeytt aquafaba (úr ½ dl safa af kjúklingabaunum)
- ¼ tsk cream of tartar
- 1 tsk appelsínudropar
- 3 msk kókospálmasykur
- 3 msk kókosolía, fljótandi
- 2 dl jurtamjólk
- 50g súkkulaði (71% frá Himneskt), smátt saxað
Þeytið aquafaba með cream of tartar í hrærivél þar til þykkt og létt, í u.þ.b. 10-15 mín.
Setjið speltið í skál ásamt kókospálmasykrinum, appelsínudropunum, kókosolíunni, jurtamjólkinni og súkkulaðinu.
Hrærið þetta deig saman við þeytt aquafabað.
Látið deigið standa í 5 mín áður en þið bakið úr því.
Setjið deigið á pönnu með stórri matskeið eða lítilli ausu, steikið hverja lummu í 1-2 mín á hvorri hlið.
Berið fram með því sem ykkur finnst gott. T.d. ferskum berjum eða ávöxtum, hlynsírópi, sýrðum jurtarjóma eða þeyttum jurtarjóma...
