Appelsínu og súkkulaði lummur

Lummur eru ekta helgartrít. Fullkomnar í brunch eða með eftirmiddags kaffinu.

28 sep. 2019

  • Vegan pönnukökur
Okkur mæðgum finnst voða notalegt að baka lummur um helgar. Í þetta sinn bragðbættum við lummurnar með dökku súkkulaði og appelsínubragði, enda passar þetta tvennt svo einstaklega vel saman.
Sukkuladiponnsur-3

Mjög óvæntur og heillandi eiginleiki baunasoðs uppgötvaðist fyrir nokkrum árum. Þegar vökvinn er þeyttur í hrærivél umbreytist hann eins og fyrir töfra í stífa froðu sem minnir á þeyttar eggjahvítur. Okkur finnst þetta alveg frábær nýting á hráefni sem annars færi til spillis. Sjálfar notum við mikið af kjúklingabaunum, bæði í hummus, falafel, pottrétti og salöt. Forsoðnar baunir í krukku eru fljótleg leið til að gefa prótein og fyllingu í máltíð svo við grípum mjög oft í þær. Okkur finnst því gaman að hægt sé að nýta vatnið sem umlykur baunirnar í allskyns góðgæti.

Sukkuladiponnsur-4
Ef ykkur langar að baka súkkulaðilummur en eigið ekki kjúklingabaunasoð þá getið þið prófað þessa skotheldu vegan lummu uppskrift hér í staðinn (ekkert aquafaba) og skipt bláberjunum út fyrir súkkulaði og appelsínudropa: Bláberjalummur

Sukkuladiponnsur-5
Hráefnið fæst lífrænt ræktað frá Himneskt, í Bónus og Hagkaup


Appelsínu og súkkulaði lummur

  • 4 ½ dl spelt, lífrænt
  • 3 dl þeytt aquafaba (úr ½ dl safa af kjúklingabaunum)
  • ¼ tsk cream of tartar
  • 1 tsk appelsínudropar
  • 3 msk kókospálmasykur
  • 3 msk kókosolía, fljótandi
  • 2 dl jurtamjólk
  • 50g súkkulaði (71% frá Himneskt), smátt saxað

Þeytið aquafaba með cream of tartar í hrærivél þar til þykkt og létt, í u.þ.b. 10-15 mín.

Setjið speltið í skál ásamt kókospálmasykrinum, appelsínudropunum, kókosolíunni, jurtamjólkinni og súkkulaðinu.  

Hrærið þetta deig saman við þeytt aquafabað. 

Látið deigið standa í 5 mín áður en þið bakið úr því.

Setjið deigið á pönnu með stórri matskeið eða lítilli ausu, steikið hverja lummu í 1-2 mín á hvorri hlið.

Berið fram með því sem ykkur finnst gott. T.d. ferskum berjum eða ávöxtum, hlynsírópi, sýrðum jurtarjóma eða þeyttum jurtarjóma...


Sukkuladiponnsur-2


Peruterta - 8.5.2020

Vegan peruterta

Hafragrautur fyrir einn - 4.3.2020

Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! 

Uppskriftin

Lífrænar chia pönnsur - 4.1.2020

Vegan amerískar pönnukökur
Þessar dásamlegu pönnsur eru frábærar í helgar brönsinn. Chiafræin halda pönnsunum saman og gera þær fallega doppóttar. Uppskriftin er vegan og lífræn. Uppskriftin

Kartöflusalat fyrir jólin - 9.12.2019

Ómissandi jólahefð Uppskriftin

Hrásalat - 2.9.2019

Hrásalat

Á meðan íslenska grænmetisuppskeran er til í búðum erum við mæðgur duglegar að prófa okkur áfram með allt þetta dásamlega hráefni.

Uppskriftin

Klesstar kartöflur með pestó - 28.8.2019

Kramdar kartöflur
Nýjar íslenskar kartöflur eru svo góðar. Uppskriftin

Bláberja lummur - 25.7.2019

Vegan lummur amerískar pönnukökur
frábærar í brunch Uppskriftin

Grautur m rabarbara mauki - 3.7.2019

Rabarbara mauk
Rabarbari er gómsætur út á grautinn. Uppskriftin

Nachos ídýfa - 16.5.2019

Vegan eðla Nachos
Heimagerð vegan ídýfa er tilvalin í kósýkvöldið Uppskriftin

Hummus m/ rauðlauk og balsam - 13.5.2019 Salt

Besti hummusinn
Okkar uppáhald! Uppskriftin

Möndlukaka með jarðaberjum - 24.4.2019 Sætt

Glútenlaus kaka
Einföld sumarleg kaka Uppskriftin

Spaghetti með avókadó sósu og karamellu lauk - 14.3.2019

Spaghetti með avókadósósu og karamellu lauk
Pasta sem tikkar í öll boxin. Fljótlegt, hollt og svooo bragðgott!
Uppskriftin

Nýbakað speltbrauð - 25.2.2019

Nýbakað speltbrauð
Hvað jafnast á við ilmandi volgt nýbakað brauð? Mmmm...
Þessi uppskrift er auðveld og deigið þarf ekkert að hnoða.
Uppskriftin

Lífrænar fitubombur - 7.2.2019

Lífrænar fitubombur
Bragðgóðar og sykurlausar Uppskriftin

Tófú í hnetusmjörs sósu - 23.1.2019

Tófú í hnetusmjörssósu
Fljótlegt, saðsamt og svakalega gott Uppskriftin

Jólagrauturinn - 14.12.2018 Hildur Sætt

Jólagrauturinn
Vegan útgáfa af jólagrautnum Uppskriftin

Vegan Tartalettur - 6.12.2018 Hildur Salt Solla

Vegan tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu. 
Og jú, hún er bara ljómandi góð.

Uppskriftin

Innbakað Oumph! - 4.12.2018 Hildur Salt Solla

Innbakað jóla Oumph!
Ljúffengur hátíðarréttur fyrir grænkera. Hefðbundið meðlæti fer vel með innbökuðu Oumph!-i Uppskriftin

Mjúkt taco með BBQ kjúklingabaunum - 15.8.2018 Salt

Mjúkt taco með kjúklingabaunum

Taco er svona máltíð sem auðvelt er að útbúa þannig að allir fái eitthvað sem þeim líkar vel, jafnvel þótt smekkurinn sé ólíkur. 

Uppskriftin

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa - 28.6.2018 Salt

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa
Við mæðgur höldum mikið upp á tófú. Uppskriftin

Litlar sítrónukökur - 19.5.2018 Sætt

Litlar sítrónutertur

Mjúkar og rjómakenndar sítrónutertur sem bráðna í munni. Þessar ljúffengu litlu tertur er tilvalið að eiga í frystinum og taka fram þegar gesti ber að garði.

Uppskriftin

Páskagulur mangóís - 27.3.2018 Sætt

Páskagulur mangóís
Í okkar fjölskyldu var ananasbúðingur lengi vel hinn árlegi páskadesert. Kannski er það þess vegna sem okkur finnst alltaf svo gaman að hafa páskadesertana okkar páskagula. Uppskriftin

Vegan smurálegg - 11.1.2018

Vegan smurálegg

Okkur langar til að sýna ykkur skemmtilega aðferð við að búa til jurta”ost”. Við mæðgur höfum svo gaman af því að búa til svona gúmmelaði, þið gætuð haft gaman af að prófa líka, hvort sem þið eruð Grænkerar eða þykir einfaldlega gaman að prófa eitthvað nýtt.

Uppskriftin

Vegan súkkulaði muffins - 7.1.2018 Sætt

Við mæðgur bökuðum ljúffengar súkkulaði muffins um daginn, sem kláruðust á skotstundu. Við fengum nefnilega nokkra svanga smakkara í óvænta heimsókn. Litlu munnarnir smökkuðu vel og vandlega og við megum teljast heppnar að hafa sjálfar náð að næla okkur í örfáa bita.  Uppskriftin

Innbökuð jólasteik - 7.12.2017

Við styttum okkur leið og gerðum fljótlegri útgáfu af hátíðarmatnum. Uppskriftin

Uppskerusalat með heitum krydduðum kjúklingabaunum - 17.10.2017 Salt

Uppskerusalat

Senuþjófurinn í þessu salati eru klárlega kjúklingabaunirnar, kryddaðar með reyktri papriku og bornar fram heitar. Mmm... við gætum borðað svona baunir í hvert mál.

Uppskriftin

Rófu taco - 18.10.2016 Salt

Rófu-taco er einn af okkar uppáhaldsréttum. Okkur finnst alltaf gaman að bjóða upp á réttinn í matarboðum, því hann kemur jafnvel hörðustu sælkerum á óvart. Hollt getur líka verið dásamlega gott!

Uppskriftin