Vegan Bolognese
Spaghetti bolognese er fljótlegur og góður réttur sem flestum líkar vel.
Við erum virkilega hrifnar af lífræna pastanu frá Himneskt. Pastað er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Pastagerðin byggir á rótgróinni hefð á þessu svæði, og útkoman er frábært pasta.
Oftast notum við linsubaunir í bolognese , en í þetta sinn ákváðum við að prófa vegan hakk sem við fundum í Bónus, frá Peas of Heaven, og það var svona ljómandi gott. Hakkið fæst líka í Hagkaup.

Við bárum fram með rifnum vegan parmesan og sjávarsalti.

Bolognese
- 175g heilhveiti spaghetti, lífrænt frá Himneskt
- 1 msk kókosolía
- 1 rauðlaukur, smátt skorinn
- 2 hvítlauksrif, pressuð
- 200g jurtahakk, Peas of Heaven
- 1 meðalstór gulrót, rifin
- 1 tsk ítölsk kryddblanda
- 2 msk tómatpúrra, lífræn frá Himneskt
- 2 dl tómatpassata, lífræn frá Himneskt
- ¾ - 1 tsk sjávarsalt
- parmesan ef vill, vegan parmesan fæst í flestum stórmörkuðum
Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.
Hitið kókosolíu á pönnu og steikið lauk og rauðlauk í 1-2 mín, bætið jurtahakkinu út á og steikið áfram í um 2 mín.
Bætið rifinni gulrót, kryddi og tómatpúrru út á og látið malla í 1 mín.
Endið á að setja tómatpassata út á og látið malla við vægan hita í 5 mín.
Smakkið til með sjávarsalti.
Setjið pastað út á pönnuna og njótið!