Brokkolí m/ ídýfu
Við mæðgur erum miklir spergilkáls aðdáendur og síðsumars bíðum við spenntar eftir því að íslenska uppskeran komi í búðirnar. Og loksins er það mætt!! Íslenska brokkolíið fæst í frekar stuttan tíma og þess vegna reynum við að njóta tímabilsins út í ystu æsar.
Nýtt og ferskt brokkolí þarf ekki flókna matseld. Okkur finnst til dæmis voða gott að snöggsteikja það í smá olíu og bera síðan fram með góðri ídýfu og smá sjávarsalti. Þetta er frábær forréttur eða meðlæti með hverju sem er.

Það sem gerir sósuna extra góða er grilluð paprika, okkur finnst paprikan frá merkinu Ítalía sem fæst í Bónus og Hagkaup mjög góð.
Brokkolí m/ ídýfu
- 1 lítill brokkolíhaus, skorinn i langar stangir með bæði blómi og stöngli á
- 1 msk kókosolía, til að steikja upp úr
Snöggsteikið á pönnu, u.þ.b. 2-3 mínútur, eða þar til komin er smá "grill" áferð.
Berið fram með sjávarsalti og paprikuídýfu.
Paprikuídýfa
- 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
- 130ml ólífuolía eða olían frá grilluðu paprikunni
- 150g grilluð paprika - ( t.d. frá Ítalía)
- 3 döðlur
- 2 msk sítrónusafi
- 1 tsk chilimauk
- 1 tsk laukduft
- 1 tsk sjávarsaltflögur
- nýmalaður svartur pipar
Allt sett í blandara og blandað þar til alveg silkimjúkt.
Njótið!!
