Eggaldin pasta
Eftir langan dag finnst okkur stundum gott að skella í einfaldan pastarétt. Ofnbakað eggaldin finnst okkur voða gott út á pasta, sérstaklega með góðu kryddi. Við fundum skemmtilegt krydd í Bónus sem heitir "Bacon" Seasoning (vegan) og er frá Deliciou. Það gefur gott reykt bragð.


Við veljum alltaf gróft og lífrænt pasta. Við erum sérstaklega hrifnar af lífræna pastanu frá Himneskt. Pastað er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Pastagerðin á þessu svæði byggir á rótgróinni hefð, og útkoman er alveg frábært pasta.

Eggaldinpasta
- 175g heilhveiti spaghetti, lífrænt frá Himneskt
- 2 msk ólífuolía , lífræn frá Himneskt
- 2 hvítlauksrif
- 1 rauðlaukur
- 2 msk tómatpúrra, lífræn frá Himneskt
- 1 dl pastasósa, lífræn frá Himneskt
- 1 msk kókosolía
- 1 eggaldin
- 1-2 tsk beikonkrydd (Bacon Seasoning, Deliciou - fæst t.d. í Bónus og Hagkaup)
Hitið ofninn í 200°C
Skerið eggaldinið í 2x2 cm bita, kryddið með beikonkryddi og skvettið smá kókosolíu yfir . Eldið í ca 15-20 mín, passið að hræra einu sinni til tvisvar í.
Á meðan er snjallt að sjóða pastað, samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
Hitið síðan olíu á pönnu, steikið lauk og hvítlauk þar til byrjar að gyllast, setjið þá tómatpúrru og pastasósu út á og látið malla .
Blandið pastanu út i sósuna og setjið eggaldinið út á og njótið!