Fljótleg nærandi skál

15 jan. 2018

Í janúar hellist oft yfir okkur löngun til að taka aðeins til í hversdaglegum venjum, hvort sem þær tengjast heilsu eða öðrum hugðarefnum. Við mæðgur finnum sjálfar fyrir nýrri og kraftmikilli orku í janúar og tökum henni opnum örmum, enda ágætt mótvægi við desembergleðina sem brýtur upp hversdagsleikann með sínum sérstöku venjum og hefðum. Kannski nýársorkan hjálpi okkur jafnvel að forðast spennufall eða depurð sem getur fylgt hátíðarlokum (svokallaður “post-holiday blues”) því nú fáum við eitthvað nýtt að hlakka til og svolítinn meðbyr inn í seinni helming vetrarins, þegar biðin eftir vorinu virðist löng. En dagarnir lengjast smám saman, sólin hækkar á lofti og nú er tilvalið að nýta mánuðina framundan til að sinna því vel sem veitir okkur ánægju og eflir lífsorkuna. 

Við fáum kannski innblástur til að sinna áhugamálunum af meiri alúð, lesa góðar bækur, mæta oftar í yogatíma. Vera meira heima eða fara oftar út... finna stundum tíma til að gera ekki neitt, nú eða efla framkvæmdagleðina. Eða bara eitthvað allt annað.

Svo eru matarvenjurnar auðvitað sígilt viðfangsefni. Í þeim flokki langar okkur mæðgur til að halda áfram að leggja okkur fram við að njóta hverrar máltíðar í rólegheitum og borða eins mikið af grænmeti og okkur lystir, því það þykir okkur best. 


Okkur mæðgum þykir gaman að elda góðan mat. En oft er tíminn af skornum skammti og því höfum við báðar komist upp á lagið með það að útbúa fljótlegar máltíðir úr því sem er til í ísskápnum hverju sinni. Og satt best að segja eru einföldustu og fljótlegustu máltíðirnar oft þær sem eru í mestu uppáhaldi hjá okkur.

Svona máltíð köllum við einfaldlega skál, því við setjum bara það sem er til (og er gott) í fallega skál og njótum þess svo að borða.

Þetta gerum við stundum þegar við eldum saman, en eiginlega mun oftar í sitthvoru lagi, á bólakafi hvor í sínum hversdagsleika. Minni tími í að elda, meiri tími í að njóta... og fullt af grænmeti í kroppinn. 

Raudhola-brokkoliMmmm... spergilkál

Kjuklingabaunir-kryddadarKryddaðar kjúklingabaunir


Við ólumst reyndar báðar upp við að borða mikið úr skál, því afi Eiríkur/pabbi eldaði (og gerir enn) oftast eitthvað gott á pönnu og skellti því síðan í skálar ásamt salati og sýrðu grænmeti, ein skál á mann með öllu í. Á fallegum Instagram síðum hafa svona skálar verið kallaðar Buddha bowl, þá er verið að vísa í sögur af Buddha, sem hafði víst alltaf skál með sér og þáði mat að gjöf frá þeim sem áttu aflögu. Svo borðaði hann upp úr skálinni sinni það sem hafði fallið til þann daginn. Skemmtileg saga og passar vel við réttinn. 

Uppskriftin fer því alveg eftir því hvað við eigum til í hvert skipti. 


Oftast setjum við nóg af salati í skálina og skerum niður svolítið af því ferska grænmeti sem er til. (Í þetta skipti áttum við til afgang af spíralíseruðum gulrótum, rauðrófu og kúrbít svo við notuðum það, en stundum eru það bara alveg venjulegar gúrkusneiðar og nokkrir kirsuberjatómatar, þetta snýst allt um að nota það sem er til). Avókadó ratar nánast alltaf með, það er bara svo gott. Svo hitum við baunir á pönnu, t.d. kjúklingabaunir úr krukku, ásamt smá grænmeti (t.d. lauk og spergilkáli) í 2 mín, skellum því með í skálina og setjum góða sósu út á og þá er maturinn bara til. Best er að eiga alltaf einhverja góða sósu til í ísskápnum (helst heimalagaða...en keyptar eru líka næs). Ef við viljum hafa máltíðina saðsamari er fljótlegt að sjóða smá grjón, t.d.  kínóa, hrísgrjón, bygg, hirsi.. eða ef við eigum afganga í kæli, t.d. ofnbakað rótargrænmeti eða nánast hvað sem er, þá fær það að fljóta með. En bara ef það er til. Aðalatriðið er að við náum að útbúa ljúffenga og nærandi máltíð á örskostundu, þurfum ekki að bíða eftir að neitt sjóði eða bakist og getum nýtt sem mestan tíma í að njóta matarins. Hérna eru baunirnar svolítið lykilatriði því þær eru saðsamar og gefa prótein og góða orku. 

Mikilvægast af öllu er að hafa góða sósu með. Góð sósa gerir (næstum) allt gott.

Við gerðum ótrúlega góða sósu fyrir þessa skál: Spicy mayo hummus. Hugmyndin varð til þannig að við áttum heimagerðan hummus í ísskápnum og líka heimagert vegan spicy mayo, sem við einfaldlega hrærðum út í hummusinn. Hér finnið þið uppskrift að heimagerðu vegan spicy mayo. En svo er alltaf hægt að kaupa spicy mayo í búðinni, allskonar góðar tegundir til. Og hummus svo sem líka.

Og þá er það uppskriftin, þetta er það sem við áttum í þetta sinn. Passlegt fyrir tvo.

Buddha-bowl1

Spicy mayo hummus

 • 1 krukka kjúklingabaunir (3 ½ dl)
 • 2 msk vatn
 • 2 msk tahini
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1-2 hvítlauksrif, pressuð
 • ½ - 1 tsk salt
 • 1-2 msk jómfrúar ólífuolía
 • 2 msk spicy mayo (ef ekki til má nota ½ - 1 tsk chiliflögur og 2 msk olíu)

Aðferðin

Setjið allt nema spicy mayo í matvinnsluvél (eða skál fyrir töfrasprota) og maukið þar til hummusinn er orðinn silkimjúkur. Hrærið þá spicy mayo samanvið.  


Spergilkál

 • ½ spergilkálshöfuð 
 • 1 rauðlaukur 
 • kókosolía eða önnur hitaþolin olía til að steikja upp úr
 • smá sjávarsalt
 • svartur pipar

Aðferðin

Skerið spergilkálið í bita þar sem bæði blóm og stöngull eru  saman, afhýðið rauðlaukinn og skerið í u.þ.b. 6 hluta. Hitið olíu á pönnu og setjið svo grænmetið út á, kryddið og steikið í u.þ.b. ½ mín hvora hlið á vel heitri pönnu.


Kjúklingabaunir

 • 2 dl kjúklingabaunir
 • 1 msk olía
 • ½ - 1 tsk reykt paprika, duft
 • ½ tsk sjávarsalt 
 • 1 tsk hlynsíróp (má sleppa)

Aðferðin

Olían hituð á pönnu, kjúklingabaunirnar settar út á, kryddað með reyktri papriku og salti (og smá hlynsírópi ef vill). Leyfið að malla við vægan hita í 3-5 mín.

Skálin

 • nokkur lambhagakálblöð
 • 1 gulrót, spíralíseruð
 • 1 meðalstór rauðrófa, spíralíseruð 
 • ½ kúrbítur, spíralíseraður
 • 1 stk avókadó, skorið í bita
 • smá sítrónusafi (fyrir avókadóið)
 • smá salt
 • 2 dl soðið korn ef vill, t.d. kínóa
 • steikt grænmeti og kjúklingabaunir
 • spicy mayo hummus

Aðferðin

Setjið ferska grænmetið í skál (skorið eða spíralíserað eftir hvað hentar), ásamt avókadó m sítrónu og salti. Soðið korn ef vill, steikt grænmeti og kjúklingabaunir ofan á og setjið svo vel af sósunni. 

Njótið!


Bleikar pönnsur - 1.3.2021

Bleikarponnsur-9
Til að lífga upp á pönnukökubaksturinn prófuðum við að bæta rauðrófusafa út í deigið, og fengum svona líka fagurbleikar pönnukökur.  Uppskriftin

Græn vefja - 12.1.2021

græn vefja

Hnetusteik - 10.12.2020

Hnetusteik með linsum
Þessi hnetusteik vekur upp nostalgíu hjá okkur mæðgum. Uppskriftin

Jóla smákökur - 4.12.2020

Ljúffengar aðventukökur Uppskriftin

Innblásnar af sörum - 22.11.2020 Hildur Solla Sætt

Vegan sörur

Uppskrift úr tilraunaeldhúsi okkar mæðgna.
Við þróuðum nýja tegund af jólakökum sem minna á sörur... því við erum pínu óþolinmóðar og langar stundum að stytta okkur leið... en samt bjóða upp á gómsætt gúmmilaði úr lífrænt ræktuðu hráefni.

Uppskriftin

Vefja - 23.10.2020

Vefja með eggaldin og tahinisósu

Fljótlegt chili - 6.10.2020

extra fljótlegt vegan chili
Sniðug fjölskylduvæn uppskrift Uppskriftin

Rauðrófusalat - 22.9.2020

Rauðrófusalat
Einfalt og gott rauðrófusalat Uppskriftin

Sólberja og rauðrófu kaka - 14.9.2020

Sólberja og rauðrófukaka
Við mæðgur höldum áfram að nýta sólberin sem við fengum frá ömmu Hildi.  Uppskriftin

Sólberjasulta - 8.9.2020

Sólberjasulta krydduð
Krydduð sólberjasulta Uppskriftin

Súrsæt blómkál - 21.8.2020 Salt

Súrsætt blómkál lífrænt vegan
Virkilega gott súrsætt blómkál Uppskriftin

Hrísgrjónanúðlur m/ grænmeti og hnetusósu - 4.8.2020

Ljúffeng og létt máltíð Uppskriftin

Morgunverðar pönnukökur - 16.7.2020 Salt

Vegan ommeletta fyllt morgunverðar pönnukaka
Frábær helgar brunch Uppskriftin

Möndlukaka með rabarbara - 25.6.2020 Sætt

möndlukaka m rabarbara

Okkur mæðgum þykir alltaf dálítið vænt um rabarbarann sem sprettur svo vel snemmsumars úti í garði. Þetta er fyrsta uppskeran eftir langan vetur og þess vegna finnst okkur gaman að nýta hann eins og við getum, á meðan við bíðum eftir grænmetis- og berjauppskerunni sem er auðvitað dásamleg síðsumars og á haustin. Það er svo mikil stemmning í því að nota eitthvað beint úr garðinum í matargerðina.

Uppskriftin

French Toast - 18.5.2020

Vegan French Toast
Vegan french toast með ferskum berjum og hlynsírópi Uppskriftin

Peruterta - 8.5.2020

Vegan peruterta

Thai súpa - 4.5.2020 Salt

Thai-supa-5
Virkilega ljúffeng kókos karrý súpa með sítrónugrasi og grænmeti.  Uppskriftin

Brauðbollur - 26.3.2020

Nýbakað brauð
Fátt er betra en volgar nýbakaðar bollur, með jurtasmjör sem bráðnar aðeins. Þessar bollur tilvalið að bera fram með ilmandi grænmetissúpu.  Uppskriftin

Klassískar pönnukökur - 21.3.2020

Pönnukökur Vegan
Vegan pönnukökur Uppskriftin

Hafragrautur fyrir einn - 4.3.2020

Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! 

Uppskriftin

Súkkulaði og hnetukaramellu bolla - 12.2.2020

Nú fer að líða að því að rjómabollu æðið skelli á, bakarí og búðir fyllast von bráðar af alls kyns bollum. Okkur mæðgum finnst þó skemmtilegast að baka okkar eigin bollur. Þá getum við notað lífrænt ræktað hráefni í baksturinn og haft fyllinguna eftir okkar höfði.

Uppskriftin

Bolludags bollur - 9.2.2020

Einu sinni á ári skellur rjómabollu æðið á. Okkur mæðgum finnst skemmtilegast að baka okkar eigin bollur. Þá getum við notað lífrænt ræktað hráefni og haft fyllinguna eftir okkar höfði.

Uppskriftin

Grænar skrímsla muffins - 24.1.2020 Sætt

Grænar skrímslamuffins
Einn rigningardaginn í sumarfríinu langaði börnin að baka muffins. Við ákváðum að hleypa ímyndunaraflinu á flug og bjuggum til nýja tegund, grænar skrímslamuffins.  Uppskriftin

Túrmerik latte - 14.1.2020

Ljúfur heitur túrmerik drykkur Uppskriftin

Lífrænar chia pönnsur - 4.1.2020

Vegan amerískar pönnukökur
Þessar dásamlegu pönnsur eru frábærar í helgar brönsinn. Chiafræin halda pönnsunum saman og gera þær fallega doppóttar. Uppskriftin er vegan og lífræn. Uppskriftin

3 fljótlegir sælkeragrautar - 1.1.2020

Chiagrautar-14

Fyrripart dags uppfyllir chiagrautur mjög margt af því sem ég er að leita að. Saðsamur og gefur endingargóða orku svo ég þarf ekki að vera að fá mér snarl í tíma og ótíma. Og svo er hann líka algjört gúmmilaði, sem er auðvitað aðalatriðið fyrir sælkerann í mér, sem vill helst ekkert borða nema það sé afbragðsgott.  

Uppskriftin

Kókoskaka - 22.12.2019

Vegan kókoskaka

Spínatbaka - 21.12.2019

Spínatbaka vegan

Kartöflusalat fyrir jólin - 9.12.2019

Ómissandi jólahefð Uppskriftin

Lakkrís kókoskökur með súkkulaði - 26.11.2019 Hildur Solla Sætt

Lakkrís kókoskökur með súkkulaði

Í skammdeginu finnst okkur svolítið notarlegt að baka eitthvað gott um helgar. Núna um helgina verður smá afmæliskaffi í fjölskyldunni og við ákváðum að baka smákökur sem gætu slegið í gegn hjá afmælisbarninu, sem er hrifið af lakkrís og súkkulaði. 

Uppskriftin

Tófú masala - 12.11.2019

Saag Tófú - 17.10.2019

Appelsínu og súkkulaði lummur - 28.9.2019

Vegan pönnukökur

Lummur eru ekta helgartrít. Fullkomnar í brunch eða með eftirmiddags kaffinu.

Uppskriftin

Hrásalat - 2.9.2019

Hrásalat

Á meðan íslenska grænmetisuppskeran er til í búðum erum við mæðgur duglegar að prófa okkur áfram með allt þetta dásamlega hráefni.

Uppskriftin

Klesstar kartöflur með pestó - 28.8.2019

Kramdar kartöflur
Nýjar íslenskar kartöflur eru svo góðar. Uppskriftin

Brokkolí m/ ídýfu - 4.8.2019

Brokkolí Spergilkál með ídýfu
Nýtt íslenskt brokkolí er komið í búðirnar!
Uppskriftin

Bláberja lummur - 25.7.2019

Vegan lummur amerískar pönnukökur
frábærar í brunch Uppskriftin

Grautur m rabarbara mauki - 3.7.2019

Rabarbara mauk
Rabarbari er gómsætur út á grautinn. Uppskriftin

Útilegu morgunverðar mix - 27.6.2019

Utilegumix-3
Staðgóður morgunverður í ferðalagið sem auðvelt er að útbúa. Minna vesen og tekur minna pláss. Uppskriftin

Hnetusmjörs molar - 27.5.2019 Sætt

Vegan hnetusmjörs nammi
Okkur mæðgum finnst voða gott að eiga heimagert nammi í ísskápnum/frystinum til að kjamsa á með kaffinu.
Uppskriftin

Nachos ídýfa - 16.5.2019

Vegan eðla Nachos
Heimagerð vegan ídýfa er tilvalin í kósýkvöldið Uppskriftin

Hummus m/ rauðlauk og balsam - 13.5.2019 Salt

Besti hummusinn
Okkar uppáhald! Uppskriftin

Möndlukaka með jarðaberjum - 24.4.2019 Sætt

Glútenlaus kaka
Einföld sumarleg kaka Uppskriftin

Vegan ostakaka m/súkkulaðihnetusmjöri - 17.4.2019

Vegan ostakaka nutella
Páskadesertinn er kominn!  Uppskriftin

Sykurlaust páskasúkkulaði - 10.4.2019

Ketó sykurlaust páskaegg súkkulaði
fyrir þá sem vilja sleppa sykri Uppskriftin

Samloka með reyktu tófú og hrásalati - 28.3.2019

Djúsí tófú samloka
Djúsí Vegan samloka Uppskriftin

Spaghetti með avókadó sósu og karamellu lauk - 14.3.2019

Spaghetti með avókadósósu og karamellu lauk
Pasta sem tikkar í öll boxin. Fljótlegt, hollt og svooo bragðgott!
Uppskriftin

Nýbakað speltbrauð - 25.2.2019

Nýbakað speltbrauð
Hvað jafnast á við ilmandi volgt nýbakað brauð? Mmmm...
Þessi uppskrift er auðveld og deigið þarf ekkert að hnoða.
Uppskriftin

Reykt tófú - 20.2.2019 Salt

Reykt tófú
Marinerað tófú er gott í allskonar. Út á salöt, í skálar, í samlokur eða vefjur.  Uppskriftin

Lífrænar fitubombur - 7.2.2019

Lífrænar fitubombur
Bragðgóðar og sykurlausar Uppskriftin

Tófú í hnetusmjörs sósu - 23.1.2019

Tófú í hnetusmjörssósu
Fljótlegt, saðsamt og svakalega gott Uppskriftin

Fljótlegt kjúklingabauna karrý - 15.1.2019

Fljótlegt karrý með kjúklingabaunum og grænmeti
Við þekkjum flest löngunina í fljótlega og næringarríka máltíð, sem lítið þarf að hafa fyrir en bragðast samt vel. Hér höfum við eina slíka, fljótlegt og gómsætt kjúklingabaunakarrý.  Uppskriftin

Kúrbíts lasagna - 10.1.2019

Kúrbíts lasagne

Kúrbíts lasagna er í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Þetta lasagna kemur reyndar upphaflega úr hráfæðieldhúsi Sollu, en þegar hún fékk þá snilldarhugmynd að prófa að baka það í ofni eins og hefðbundið lasagna, þá varð þetta virkilega djúsí réttur, sem nú er orðinn fastagestur á matseðlinum. 

Uppskriftin

Jólagrauturinn - 14.12.2018 Hildur Sætt

Jólagrauturinn
Vegan útgáfa af jólagrautnum Uppskriftin

Fyllt hátíðar grasker - 10.12.2018 Hildur Salt Solla

Innbakad-28
Hnetusteik er líklega algengasti hátíðarréttur grænkera. Sjálfar framreiðum við hnetusteik nokkrum sinnum á ári og okkur finnst voðalega gaman að leika okkur að því að hafa hana aldrei alveg eins. Í ár ætlum við að nota hnetusteik sem fyllingu í fallegt butternut grasker, það kemur ljómandi vel út. Uppskriftin

Vegan Tartalettur - 6.12.2018 Hildur Salt Solla

Vegan tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu. 
Og jú, hún er bara ljómandi góð.

Uppskriftin

Innbakað Oumph! - 4.12.2018 Hildur Salt Solla

Innbakað jóla Oumph!
Ljúffengur hátíðarréttur fyrir grænkera. Hefðbundið meðlæti fer vel með innbökuðu Oumph!-i Uppskriftin

Dal - 18.10.2018 Hildur Salt

Dásamlegt dal

Dal hefur lengi verið uppáhalds maturinn minn. Dal er fyrsti rétturinn sem ég lærði að elda og örugglega sá sem ég hef eldað oftast yfir ævina, ég hef meira að segja borðað dal á jólunum! 

                                                                 - Hildur

Uppskriftin

Babaganoosh - 3.10.2018 Salt Solla

Babaganoosh - grillað eggaldin

Babaganoosh er uppskrift frá Mið-Austurlöndum og í sinni einföldustu útgáfu er hún grillað eggaldin, maukað með sítrónusafa, salti og tahini.
- Solla

Uppskriftin

Berjadraumur úr garðinum - 20.9.2018 Sætt

Ómótstæðilegur berjadraumur úr garðinum

Mamma kom í heimsókn og töfraði fram berjadraum úr rifsberjum og sólberjum úr garðinum. 
- Hildur

Uppskriftin

Mjúkt taco með BBQ kjúklingabaunum - 15.8.2018 Salt

Mjúkt taco með kjúklingabaunum

Taco er svona máltíð sem auðvelt er að útbúa þannig að allir fái eitthvað sem þeim líkar vel, jafnvel þótt smekkurinn sé ólíkur. 

Uppskriftin

Vegan bröns - 8.8.2018 Salt Sætt

Vegan brönsj

Helgarbröns er ein af okkar uppáhalds samverustundum með fjölskyldunni, afslappað og eitthvað á borðum sem öllum finnst gott.

Uppskriftin

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa - 28.6.2018 Salt

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa
Við mæðgur höldum mikið upp á tófú. Uppskriftin

Vegan brauðsalat - 7.6.2018 Salt

Vegan brauðsalat

Brauðsalöt eru eitthvað svo sumarleg. Minna okkur á útilegur og garðveislur og svona ljúfa sumardaga þar sem allir eru of uppteknir í góða veðrinu til að nenna að elda og fá sér bara brauð og salat.

Uppskriftin

Litlar sítrónukökur - 19.5.2018 Sætt

Litlar sítrónutertur

Mjúkar og rjómakenndar sítrónutertur sem bráðna í munni. Þessar ljúffengu litlu tertur er tilvalið að eiga í frystinum og taka fram þegar gesti ber að garði.

Uppskriftin

Uppáhalds chiagrauturinn - 8.5.2018 Sætt

Uppáhalds chiagrauturinn
Þessa dagana er sólberjagrautur algjörlega uppáhalds morgunmatur okkar mæðgna. Svooooo góður! Uppskriftin

Páskagulur mangóís - 27.3.2018 Sætt

Páskagulur mangóís
Í okkar fjölskyldu var ananasbúðingur lengi vel hinn árlegi páskadesert. Kannski er það þess vegna sem okkur finnst alltaf svo gaman að hafa páskadesertana okkar páskagula. Uppskriftin

Appelsínu og chia muffins - 9.3.2018 Sætt

Áferðin er góð, stökkar efst og mjúkar innan í. Alveg passlega sætar og ríkulegt appelsínubragð. Uppskriftin

Veganúar - 11.1.2018

Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða er jákvæð fyrir umhverfið, heilsuna og dýrin. Að auki kjósum við mæðgur alltaf lífræna ræktun þegar það er hægt, vegna þess að við teljum þá aðferðafræði hafa góðan samhljóm með umhverfinu, sem gagnast okkur öllum til lengri tíma, bæði mönnum og dýrum.

Uppskriftin