Grautur m rabarbara mauki
Svo finnst okkur voða gott að búa til rabarbara mauk út á graut. Í þessa uppskrift notum við bæði lífrænt eplamauk og rabarbara mauk út á grautinn og það er virkilega gott saman. Eplamaukið er milt og sætt, sem passar svo vel með svolítið súru rabarbarabragðinu. Þetta er ekta grautur fyrir íslenskt sumar í huga okkar mæðgna.

Rabarbara mauk
- Tveir 10 cm leggir af rabbarbara (hvíti hlutinn og upp), smátt skorið
- ½ dl granateplakjarnar
- ½-¾ dl kókospálmasykur
- ½ dl vatn
- ½ tsk vanilludropar
- nokkur saltkorn
Skerið rabarbaraleggina niður í litla bita.
Setjið allt í pott og látið suðuna koma upp.
Látið malla í 10-15 mín.
Hafragrautur
1 skammtur - stækkið uppskriftina eftir þörfum
- 1 dl haframjöl
- 4 döðlur, smátt saxaðar
- 1 tsk chiafræ
- 3 dl vatn
- nokkur saltkorn
Soðinn í 3-5 min
Ofan á grautinn
- 2 msk lífrænt eplamauk (frá Himneskt)
- rabarbaramauk
- jurtamjólk ef vill
- möndlur/hnetur ef vill
- smá hlynsíróp ef vill (þá er þetta orðinn desert grautur)

Njótið!