Heimagerð lífræn haframjólk
Hafið þið prófað að gera heimagerða haframjólk? Það er frekar einfalt og gaman að prófa.
Okkur finnst best að nota tröllahafra, frekar en haframjöl, sem er aðeins fínna. Tröllahafrar fást lífrænir frá Himneskt.

Heimalöguð haframjólk
- 1 b tröllahafrar + 1 b vatn
- 1 tsk avókadó olía eða önnur olía
- 1 msk hlynsíróp
- ½ tsk salt
- 4 b vatn
Setjið tröllahafrana í skál, hellið 1 b af vatni út á og látið liggja í bleyti í 15 mínútur.
Hellið nú höfrunum í sigti og látið vatnið leka af þeim, létt skolið síðan hafrana með því að láta renna á þá kalt vatn í um 10 sekúndur.
Látið hafrana í blandara ásamt olíu, hlynsírópi, salti og 4 b af vatni.
Blandið í um 20 sekúndur.
Haframjólkin er tilbúin og það þarf ekki að sigta hana.
Geymist í flösku í ísskápnum í 5-7 daga.
* 1 b = 240 ml