Hnetusmjörs smoothie
Svalandi, bragðgóður og saðsamur
Þessi hnetusmjörs smoothie finnst okkur góður sem millimál, t.d. eftir ræktina og hann er vinsæll hjá krökkunum eftir skóla, sem smá trít.
Það er gott jafnvægi í drykknum, hann inniheldur ávexti, grænmeti og hnetusmjör sem er próteinríkt og saðsamt, og kakó, vanillu og döðlur fyrir gott bragð og orku.
Við kaupum blómkálið frosið (gefur góða áferð í sjeikinn), og þegar við eigum banana sem eru að komast á síðasta snúning skerum við þá í bita og frystum til að eiga. Af því að bananarnir og blómkálið er sett frosið í blandarann verður áferðin mjúk og þykk og kaldur drykkurinn minnir smávegis á sjeik. Ef þið viljið extra kaldan sjeik má skipta hluta af vatninu út fyrir klaka.
Okkur finnst langbest að drekka sjeikinn strax á meðan hann er kaldur.
- 3 dl vatn
- 4 msk hreint hnetusmjör, lífrænt frá Himneskt
- 2 msk hreint kakóduft, lífrænt frá Himneskt
- 1 dl frosið blómkál
- 2 frosnir bananar (í sneiðum eða bitum svo blandarinn ráði við verkið)
- ¼-½ tsk vanilla
- 2 döðlur, lífrænar frá Himneskt
Setjið allt í kraftmikinn blandara og blandið þar til silkimjúkt.
Berið fram strax, á meðan drykkurinn er ennþá kaldur.
Fyrir extra kaldan drykk má setja nokkra ísmola með og minnka vatnið örlítið á móti.
Ef þið viljið extra trít bætið 1-2 auka döðlum út í.
