Hnetusmoothie
Hnetusmoothie
- 3 dl vatn
- 50g kasjúhnetur
- 2 msk hnetusmjör
- 1 msk kakóduft
- 2 tsk hlynsíróp
- klaki
Setjið allt nema klakann í blandarann og blandið þar til þetta er orðið að alveg kekklausum smoothie.
Setjið klaka út í og klárið að blanda.
Þessi geymist alveg 2-3 daga í krukku í kæli.
Gott að hrista krukkuna áður en þið njótið.
