Hnetusteikar vefja
Við erum oft með hnetusteik á jólunum, og afgangs steik er til dæmis alveg frábær í vefjur. Í þessa vefju notuðum við sneið af hnetusteikinni frá Hagkaup, okkur finnst hún mjög góð. Grænar baunir og heimagert rauðkál passa einstaklega vel með, rauðkálið gefur smá súrsætt kikk. Svo til að fríska upp á vefjuna hrærðum við í sinnepssósu, steiktum brokkolí og stráðum ristuðum hnetum yfir. Mmmm svakalega gott!
Hnetusteikarvefja
- Fyrir eina vefju:
- 1 vefja
- 1 sneið afgangur af eldaðri hnetusteik
- 2 msk sinnepssósa
- 1-2 msk rauðkál
- 2 msk grænar baunir
- 4-5 brokkolí blóm
- 1 msk dukkah (eða ristuð fræ og hnetur)
Byrjið á að útbúa sinnepssósuna (uppskrift fyrir neðan)
Steikið brokkolí á heitri pönnu í 2 mínútur, ásamt
hnetusteikar sneið, á meðan vefjan er hituð í ofni.
Setjið hnetusteikina
á vefjuna, síðan sinnepssósu, rauðkál, grænar baunir, brokkolí og endið
á að strá dukkah (eða ristuðum hnetum) yfir og rúllið upp og hlakkið
til að njóta.
Sinnepssósa
- 1 dl vegan majones (keypt eða heimagert )
- 1 msk sætt sinnep
Hrærið saman. Þetta magn af sósu dugar í u.þ.b. 3 vefjur.
