Innbakað Oumph!

4 des. 2018 Hildur Salt Solla

 • Innbakað jóla Oumph!
Nú eru margir farnir að leiða hugann að jólamatnum í ár. Ótrúlega margt gott er hægt að bera fram fyrir grænkera yfir hátíðarnar, enda úrvalið af vegan matvöru aldrei verið betra og óteljandi girnilegar uppskriftir til. Hér áður fyrr vorum við mæðgur vanar að borða bara meðlætið í jólaboðum og á hlaðborðum, en nú hafa tímarnir heldur betur breyst til hins betra og það er bara undantekning ef ekki er boðið upp á góðgæti fyrir grænkera og þá sem vilja minnka kjötið. Húrra fyrir því!

Okkur finnst hnetusteik alltaf voða góð og munum njóta hennar yfir hátíðarnar, þó svo að við prófum líka alltaf eitthvað nýtt, enda tilefnin til veisluhalda næg. Hér má finna nokkrar uppskriftir að hnetusteik:
Innbökuð hnetusteik
Fljótleg innbökuð hnetusteik
Hnetusteik með linsum
Hnetuturnar með rótarmús
Myndband: Hnetusteik


Uppskriftin sem við ætlum að deila með ykkur í dag er hinsvegar ekki hnetusteik, heldur innbakað Oumph! með grænmeti. Oumph! er unnið úr óerfðabreittu sojapróteini og hefur áferð sem líkist kjöti. Þetta hentar sérstaklega vel fyrir þá sem finnst kjöt gott á bragðið, en vilja sleppa því, t.d. af siðferðisástæðum. 

Innbakad1Upplagt er að bera innbakað Oumph! fram með hefðbundnu hátíðar meðlæti. Margir hafa sínar fastmótuðu hefðir, en við mæðgur mælum t.d. með heimagerðu rauðkáli, sveppasósu, hindberja chutney og ofnbökuðu graskeri

Aðferðin

Fyllingin: fyrst steikjum við grænmetið, svo Oumph!-ið og blöndum svo öllu saman í skál. 

Innbakad-4

Fylling_1543930439189Svo er bara að pakka góðgætinu inn í deig og baka!

Undirb

Undirb-1

Undirb-2

Undirb-3Mmm.... almennileg veislumáltíð!
Innbakað jóla Oumph!

Innbakað Oumph!

 • Vegan filodeig  (fæst t.d. í Hagkaup og Bónus)
 • fyllingin:
 • ½ sæt kartafla, skorin í þunnar sneiðar og bökuð í ofni
 • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 • 150g sveppir, skornir í sneiðar
 • ¼ blómkál, skorið í litla bita
 • Oumph!, við mælum með hvítlauks og timian eða tandoori bbq (fæst í Hagkaup)
 • 50g rifinn jurtaostur
 • 2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
 • 10g ferskur kóríander, smátt saxaður
 • 10g fersk basilíka, smátt saxað
 • ferskur chili, ef vill, skorinn í litla bita
 • smakkað til með sjávarsalti og svörtum pipar


Byrjið á að skera sætu kartöfluna í frekar þunnar sneiðar og síðan hverja sneið tvennt, setjið í ofnskúffu, kryddið með timian, paprikudufti, sjávarsalti og svörtum pipar. Hellið smá olíu yfir og bakið við 180°C í um 15-20 mín, eða þar til sætu kartöflurnar eru gegn bakaðar og byrjaðar að fá gylltan lit.

Skerið hvítlaukinn smátt, laukinn og sveppina í sneiðar og blómkálið í litla bita. Ef þið eruð með stóra pönnu þá getið þið steikt allt í einu, annars steikið hvert fyrir sig og setjið í skál. Kryddið með salti og pipar á pönnunni.

Léttsteikið Oumph!-ið í smá olíu á pönnu, leynitrykkið okkar er að steikja upp úr kókosolíu og setja teskeið af hlynsírópi út á (af því að það eru jól).

Setjið grænmetið í skál, ásamt sætu kartöflunni, jurtaosti, vorlauk og ferskum kryddjurtum, chili og Oumphinu.

Skerið filodeigið í tvennt, (þá verður deigið 2 ferningar) setjið væna lúku af fyllingu í miðjuna, lokið með því að brjóta endana inn að miðju eins og “umslag”

Bakið við 175°C í um 12 – 15 mín, eða þar til deigið er orðið gullin brúnt. Verið á vaktinni því enginn ofn er eins.

Gott meðlæti

Sveppasósa

Sveppasósa

Heimalagað rauðkál

Heimalagað rauðkál

Ofnbakað grasker

Grasker1

Peruterta - 8.5.2020

Vegan peruterta

Hafragrautur fyrir einn - 4.3.2020

Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! 

Uppskriftin

Lífrænar chia pönnsur - 4.1.2020

Vegan amerískar pönnukökur
Þessar dásamlegu pönnsur eru frábærar í helgar brönsinn. Chiafræin halda pönnsunum saman og gera þær fallega doppóttar. Uppskriftin er vegan og lífræn. Uppskriftin

Kartöflusalat fyrir jólin - 9.12.2019

Ómissandi jólahefð Uppskriftin

Appelsínu og súkkulaði lummur - 28.9.2019

Vegan pönnukökur

Lummur eru ekta helgartrít. Fullkomnar í brunch eða með eftirmiddags kaffinu.

Uppskriftin

Hrásalat - 2.9.2019

Hrásalat

Á meðan íslenska grænmetisuppskeran er til í búðum erum við mæðgur duglegar að prófa okkur áfram með allt þetta dásamlega hráefni.

Uppskriftin

Klesstar kartöflur með pestó - 28.8.2019

Kramdar kartöflur
Nýjar íslenskar kartöflur eru svo góðar. Uppskriftin

Bláberja lummur - 25.7.2019

Vegan lummur amerískar pönnukökur
frábærar í brunch Uppskriftin

Grautur m rabarbara mauki - 3.7.2019

Rabarbara mauk
Rabarbari er gómsætur út á grautinn. Uppskriftin

Nachos ídýfa - 16.5.2019

Vegan eðla Nachos
Heimagerð vegan ídýfa er tilvalin í kósýkvöldið Uppskriftin

Hummus m/ rauðlauk og balsam - 13.5.2019 Salt

Besti hummusinn
Okkar uppáhald! Uppskriftin

Möndlukaka með jarðaberjum - 24.4.2019 Sætt

Glútenlaus kaka
Einföld sumarleg kaka Uppskriftin

Spaghetti með avókadó sósu og karamellu lauk - 14.3.2019

Spaghetti með avókadósósu og karamellu lauk
Pasta sem tikkar í öll boxin. Fljótlegt, hollt og svooo bragðgott!
Uppskriftin

Nýbakað speltbrauð - 25.2.2019

Nýbakað speltbrauð
Hvað jafnast á við ilmandi volgt nýbakað brauð? Mmmm...
Þessi uppskrift er auðveld og deigið þarf ekkert að hnoða.
Uppskriftin

Lífrænar fitubombur - 7.2.2019

Lífrænar fitubombur
Bragðgóðar og sykurlausar Uppskriftin

Tófú í hnetusmjörs sósu - 23.1.2019

Tófú í hnetusmjörssósu
Fljótlegt, saðsamt og svakalega gott Uppskriftin

Jólagrauturinn - 14.12.2018 Hildur Sætt

Jólagrauturinn
Vegan útgáfa af jólagrautnum Uppskriftin

Vegan Tartalettur - 6.12.2018 Hildur Salt Solla

Vegan tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu. 
Og jú, hún er bara ljómandi góð.

Uppskriftin

Mjúkt taco með BBQ kjúklingabaunum - 15.8.2018 Salt

Mjúkt taco með kjúklingabaunum

Taco er svona máltíð sem auðvelt er að útbúa þannig að allir fái eitthvað sem þeim líkar vel, jafnvel þótt smekkurinn sé ólíkur. 

Uppskriftin

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa - 28.6.2018 Salt

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa
Við mæðgur höldum mikið upp á tófú. Uppskriftin

Litlar sítrónukökur - 19.5.2018 Sætt

Litlar sítrónutertur

Mjúkar og rjómakenndar sítrónutertur sem bráðna í munni. Þessar ljúffengu litlu tertur er tilvalið að eiga í frystinum og taka fram þegar gesti ber að garði.

Uppskriftin

Páskagulur mangóís - 27.3.2018 Sætt

Páskagulur mangóís
Í okkar fjölskyldu var ananasbúðingur lengi vel hinn árlegi páskadesert. Kannski er það þess vegna sem okkur finnst alltaf svo gaman að hafa páskadesertana okkar páskagula. Uppskriftin

Vegan smurálegg - 11.1.2018

Vegan smurálegg

Okkur langar til að sýna ykkur skemmtilega aðferð við að búa til jurta”ost”. Við mæðgur höfum svo gaman af því að búa til svona gúmmelaði, þið gætuð haft gaman af að prófa líka, hvort sem þið eruð Grænkerar eða þykir einfaldlega gaman að prófa eitthvað nýtt.

Uppskriftin

Vegan súkkulaði muffins - 7.1.2018 Sætt

Við mæðgur bökuðum ljúffengar súkkulaði muffins um daginn, sem kláruðust á skotstundu. Við fengum nefnilega nokkra svanga smakkara í óvænta heimsókn. Litlu munnarnir smökkuðu vel og vandlega og við megum teljast heppnar að hafa sjálfar náð að næla okkur í örfáa bita.  Uppskriftin

Innbökuð jólasteik - 7.12.2017

Við styttum okkur leið og gerðum fljótlegri útgáfu af hátíðarmatnum. Uppskriftin

Uppskerusalat með heitum krydduðum kjúklingabaunum - 17.10.2017 Salt

Uppskerusalat

Senuþjófurinn í þessu salati eru klárlega kjúklingabaunirnar, kryddaðar með reyktri papriku og bornar fram heitar. Mmm... við gætum borðað svona baunir í hvert mál.

Uppskriftin

Rófu taco - 18.10.2016 Salt

Rófu-taco er einn af okkar uppáhaldsréttum. Okkur finnst alltaf gaman að bjóða upp á réttinn í matarboðum, því hann kemur jafnvel hörðustu sælkerum á óvart. Hollt getur líka verið dásamlega gott!

Uppskriftin