Kartöflusalat
Við mæðgur höldum áfram að bjóða upp á kartöflur við hvert tækifæri. Í dag er það ljómandi gott kartöflusalat með ólífum og kapers. Í dressinguna notum við ítölsku jómfrúar ólífuolíuna frá Himneskt, sem er kaldpressuð úr lífrænt ræktuðum ólífum.
Við erum ennþá að vinna í því að klára kartöflu uppskeruna úr garðinum, svo við erum iðnar við að finna upp á nýjum leiðum til að bera fram kartöflur.


Svo er bara að blanda öllu saman í stóra skál og njóta.

Kartöflusalat
- 900g kartöflur
- 1 rauðlaukur, þunnt skorinn
- 2 hvítlauksrif, söxuð
- 4 msk kapers, frá Himneskt
- 10 góðar ólífur, takið steinana úr
- handfylli steinselja
- 6 myntublöð, smátt söxuð
- salt og pipar
Dressing
- 1 dl jómfrúar ólífuolía, lífræn frá Himneskt
- 1 msk sítrónusafi
- 1-2 tsk sinnep, frá Himneskt
Sjóðið kartöflurnar (ca 15-20 mín - eða þar til soðnar, tíminn fer eftir stærð og aldri). Okkur finnst gott að slökkva undir rétt áður en kartöflurnar eru tilbúnar, setja lokið á og leyfa þeim að standa í smá stund í pottinum.
Steikið rauðlaukinn og hvítlaukinn á pönnu.
Blandið ólífuolíu, sítrónusafa og sinnepi í skál.
Skerið kartöflurnar í fernt og hellið dressingunni út á.
Setjið restina af hráefninu út í. Steikta laukinn, kapers, ólífur, kapers, kryddjurtir og salt og pipar.
Njótið
