Kókoskaka
Hér er ein einföld og góð vegan kaka í jólaboðið. Okkur finnst þessi kaka jólaleg því bragðið minnir svolítið á gott konfekt. Kökuna er einfalt að útbúa og snjallt að gera fyrirfram og geyma í frysti.
Þegar jólaboðið er búið má skera afganginn í litla bita og eiga í frystinum eins og konfektmola.
Kókoskaka
- 3 ½ b (330g) kókosmjöl, þurrristað á pönnu eða í ofni
- ⅔ b (160g) jurtajógúrt (kókos – hafra – kasjú - soja)
- ⅔ b (100g) flórsykur – (við notum lífrænan hrásykur/kókospálmasykur og mölum fínt í blandara)
- 1 tsk vanilla
- smá sjávarsaltflögur
- 100g dökkt súkkulaði, 71% frá Himneskt
Byrjið á að þurrrista kókosmjölið á pönnu eða í ofni, og leyfið svo að kólna í smá stund.
Setjið kókosmjöl, jurtajógúrt, flórsykur, vanillu og smá sjávarsalt í matvinnsluvél og blandið þar til þetta verður að deigi.
Þjappið í form og setjið í frysti í um ½ klst – gott er að setja bökunarpappír í formið svo auðveldara sé að losa kökuna úr forminu.
Bræðið súkkulaði í skál yfir vatnsbaði.
Hyljið kökuna með súkkulaðinu, setjið inn í kæli eða frysti til að kakan og súkkulaðið stífni.
Berið t.d. fram með ferskum berjum og þeyttum jurtarjóma. Hafrarjóminn frá AITO er frábær, fæst t.d. í Bónus.
