Kúrbíts lasagna
Kúrbíts lasagna er í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Þetta lasagna
kemur reyndar upphaflega úr hráfæðieldhúsi Sollu, en þegar hún fékk þá
snilldarhugmynd að prófa að baka það í ofni eins og hefðbundið lasagna,
þá varð þetta virkilega djúsí réttur, sem nú er orðinn fastagestur á
matseðlinum.
Best er að byrja á því að gera sósurnar klára. Því næst er mál að skera kúrbítinn í mjög þunnar sneiðar. Þetta er auðvelt að gera með "peeler". Ef þið eigið ekki peeler er hægt að nota góðan ostaskera, það virkar ljómandi vel.
Svo er bara að byrja að raða í formið.
Fyrst kemur eitt lag af kúrbít.
Síðan grænt pestó.
Svo annað lag af
kúrbít og svo rauð sósa.
Svo er þetta bara endurtekið þar til fatið er
orðið fullt.
Þá má setja lasagnað inn í ofn og baka.
Að lokum stráum við
heimagerðum hnetu"parmesan" yfir (má sleppa) og berum svo fram með góðu
salati.
Kúrbíts lasagna
Grænt pestó
- 1 búnt fersk basilíka
- 25 g furuhnetur, þurrristaðar
- 25 g kasjúhnetur, þurrristaðar
- 1 stk hvítlauksrif
- smá sjávarsalt
- 1 msk sítrónusafi
- 1 msk næringarger
- 1 daðla, smátt söxuð
- ½ - ¾ dl lífræn jómfrúar ólífuolía
Byrjið á að setja allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél eða mortél og maukið/merjið, setjið í skál og hrærið ólífuolíunni út í og klárið að blanda saman.
Rauð sósa
- 2 stórir tómatar, steinhreinsaðir og skornir í bita
- 1 rauð paprika, steinhreinsuð og skorin í bita
- 100 g sólþurrkaðir tómatar
- 2-3 döðlur (má sleppa, en gerir mjög gott bragð)
- ½ dl lífræn kaldpressuð ólífuolía
- 2 hvítlauksrif, pressuð
- ¾ tsk sjávar salt, eða eftir smekk
- smá cayenne pipar
- 2 msk smátt saxaður ferskur basil eða 2 tsk þurrkað
- 2 tsk oregano
Plöturnar
- 2 stórir kúrbítar, skornir í þunnar sneiðar með peeler eða ostaskera.
Hnetuparmesan
- 1 dl valhnetur
- 2 msk næringarger
- 1 hvítlauksrif
- smá salt
Aðferðin
1. Útbúið báðar sósurnar2. Skerið kúrbítana í þunnar plötur með peeler eða ostaskera
3. Raðið öllu í eldfast mót, eins og sýnt hér fyrir ofan.
4. Kúrbítur - grænt pestó - kúrbítur - rauð sósa - kúrbítur - grænt.....osfrv.
5. Bakið við 200°C í 15-20 mín - gott að kíkja eftir 15 mín og meta hvort það þurfi 5 mín í viðbót. Fer svolítið eftir þykktinni á kúrbítsplötunum.
6. Stráið jurtaparmesan yfir, ef vill
7. Berið fram með góðu salati
Njótið!
