Möndlukaka með jarðaberjum
Kakan fer vel í okkar maga
Passlega sæt og bökuð úr lífrænt ræktuðu hráefni
Yngsti fjölskyldumeðlimurinn (5 ára) gaf kökunni topp einkunn, svo hún verður klárlega bökuð aftur í sumar.
Hráefnið í botninn fæst lífrænt frá Himneskt
Möndlukaka með jarðaberjum
- 1 bolli (2,4 dl) malaðar möndlur eða möndlumjöl
- 1 bolli (2,4 dl) haframjöl (hægt að finna glútenlaust ef þarf)
- ½ tsk vínsteinslyftiduft
- ½ tsk sjávarsaltflögur
- 125g tahini eða hnetusmjör eða möndlusmjör
- ¼ bolli (4 msk) hlynsíróp
- 1 tsk vanilla
- 100g smátt saxað dökkt súkkulaði (t.d. 71% frá Himneskt)
- Fullt af ferskum berjum til að setja ofan á kökuna
Aðferð
Setjið allt hráefnið fyrir utan berin í skál og hrærið saman þar til þetta verður að klístruðu deigi.
Setjið bökunarpappír í hringlaga form, u.þ.b. 25cm í þvermál og þjappið deiginu ofan í. Uppskriftin nægir í 2 botna.
Bakið við 180°C í um 8-10 mínútur.
Leyfið botninum að kólna og setjið svo fullt af berjum ofan á.
Berið fram með því sem ykkur finnst best. Við mælum með góðum vanilluís eða creme fraishe (t.d. vegan frá Yosa).
