Morgunverðar pönnukökur
Vegan "ommeletta"
Í fríinu er svo notalegt að taka einn og einn rólegan morgun, nostra við morgunmatinn eða útbúa góðan brunch. Þegar okkur langar í eitthvað saðsamt og staðgott gerum við stundum svona fylltar pönnukökur, þær minna svolítið á ommelettu, mætti segja að þær væru mitt á milli ommelettu og pönnuköku. Nema án eggja og eru alveg vegan.
Við fyllum þær af góðgæti eins og bökuðum kartöflubátum (t.d.frá kvöldinu áður), lífrænum bökuðum baunum , avókadó sneiðum, spínati og spicy mayo. Svo er algjör lúxus að bera fram með góðum hafra latte og ferskum berjum!


Morgunverðar pönnukökur
- Pönnukökur:
- 100g kjúklingabaunamjöl (garpanzo)
- 1 msk næringarger
- ½ tsk salt
- ¼ tsk turmerik
- ¼ tsk reykt paprika
- ½ dl ólífuolía (Himnesk)
- 1 tsk tamarisósa (Himnesk)
- 300ml vatn
- Fylling:
- Kartöflubátar
- Avókadó
- Bakaðar baunir
- Spínat
- Spicy mayo
Aðferð
Setjið kjúklingabaunamjöl og krydd í skál/hrærivélaskál og blandið saman.
Bætið olíu, tamarisósu og vatni út í og hrærið þar til þetta verður að kekklausu deigi.
Gott að nota hrærivél eða handþeytara.
Hitið olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar ca 1 mín hvor hlið.
Setjið spínat, kartöflubáta, bakaðar baunir, avókadó og spicy mayo á annan helming pönnukökunnar, brjótið hinn helminginn yfir og njótið.
