Innblásnar af sörum

Uppskrift úr tilraunaeldhúsi okkar mæðgna.
Við þróuðum nýja tegund af jólakökum sem minna á sörur... því við erum pínu óþolinmóðar og langar stundum að stytta okkur leið... en samt bjóða upp á gómsætt gúmmilaði úr lífrænt ræktuðu hráefni.
Sólberja og rauðrófu kaka

Möndlukaka með rabarbara

Okkur mæðgum þykir alltaf dálítið vænt um rabarbarann sem sprettur svo vel snemmsumars úti í garði. Þetta er fyrsta uppskeran eftir langan vetur og þess vegna finnst okkur gaman að nýta hann eins og við getum, á meðan við bíðum eftir grænmetis- og berjauppskerunni sem er auðvitað dásamleg síðsumars og á haustin. Það er svo mikil stemmning í því að nota eitthvað beint úr garðinum í matargerðina.
UppskriftinBrauðbollur

Hafragrautur fyrir einn

Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus!
UppskriftinSúkkulaði og hnetukaramellu bolla

Nú fer að líða að því að rjómabollu æðið skelli á, bakarí og búðir fyllast von bráðar af alls kyns bollum. Okkur mæðgum finnst þó skemmtilegast að baka okkar eigin bollur. Þá getum við notað lífrænt ræktað hráefni í baksturinn og haft fyllinguna eftir okkar höfði.
UppskriftinBolludags bollur

Einu sinni á ári skellur rjómabollu æðið á. Okkur mæðgum finnst skemmtilegast að baka okkar eigin bollur. Þá getum við notað lífrænt ræktað hráefni og haft fyllinguna eftir okkar höfði.
UppskriftinGrænar skrímsla muffins

Lífrænar chia pönnsur

3 fljótlegir sælkeragrautar

Fyrripart dags uppfyllir chiagrautur mjög margt af því sem ég er að leita að. Saðsamur og gefur endingargóða orku svo ég þarf ekki að vera að fá mér snarl í tíma og ótíma. Og svo er hann líka algjört gúmmilaði, sem er auðvitað aðalatriðið fyrir sælkerann í mér, sem vill helst ekkert borða nema það sé afbragðsgott.
UppskriftinLakkrís kókoskökur með súkkulaði

Í skammdeginu finnst okkur svolítið notarlegt að baka eitthvað gott um helgar. Núna um helgina verður smá afmæliskaffi í fjölskyldunni og við ákváðum að baka smákökur sem gætu slegið í gegn hjá afmælisbarninu, sem er hrifið af lakkrís og súkkulaði.
Bleikar pönnsur

Appelsínu og súkkulaði lummur

Lummur eru ekta helgartrít. Fullkomnar í brunch eða með eftirmiddags kaffinu.
UppskriftinHrásalat

Á meðan íslenska grænmetisuppskeran er til í búðum erum við mæðgur duglegar að prófa okkur áfram með allt þetta dásamlega hráefni.
UppskriftinÚtilegu morgunverðar mix

Hnetusmjörs molar

Uppskriftin
Spaghetti með avókadó sósu og karamellu lauk

Uppskriftin
Nýbakað speltbrauð

Þessi uppskrift er auðveld og deigið þarf ekkert að hnoða.
Uppskriftin
Reykt tófú

Fljótlegt kjúklingabauna karrý

Kúrbíts lasagna

Kúrbíts lasagna er í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Þetta lasagna kemur reyndar upphaflega úr hráfæðieldhúsi Sollu, en þegar hún fékk þá snilldarhugmynd að prófa að baka það í ofni eins og hefðbundið lasagna, þá varð þetta virkilega djúsí réttur, sem nú er orðinn fastagestur á matseðlinum.
UppskriftinFyllt hátíðar grasker

Vegan Tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu.
Og jú, hún er bara ljómandi góð.
Innbakað Oumph!

Dal

Dal hefur lengi verið uppáhalds maturinn minn. Dal er fyrsti rétturinn sem ég lærði að elda og örugglega sá sem ég hef eldað oftast yfir ævina, ég hef meira að segja borðað dal á jólunum!
- Hildur
UppskriftinBabaganoosh

Babaganoosh er uppskrift frá Mið-Austurlöndum og í sinni einföldustu útgáfu er hún grillað eggaldin, maukað með sítrónusafa, salti og tahini.
- Solla
Berjadraumur úr garðinum

Mamma kom í heimsókn og töfraði fram berjadraum úr rifsberjum og sólberjum úr garðinum.
- Hildur
Mjúkt taco með BBQ kjúklingabaunum

Taco er svona máltíð sem auðvelt er að útbúa þannig að allir fái eitthvað sem þeim líkar vel, jafnvel þótt smekkurinn sé ólíkur.
UppskriftinVegan bröns

Helgarbröns er ein af okkar uppáhalds samverustundum með fjölskyldunni, afslappað og eitthvað á borðum sem öllum finnst gott.
UppskriftinVegan brauðsalat

Brauðsalöt eru eitthvað svo sumarleg. Minna okkur á útilegur og garðveislur og svona ljúfa sumardaga þar sem allir eru of uppteknir í góða veðrinu til að nenna að elda og fá sér bara brauð og salat.
UppskriftinLitlar sítrónukökur

Mjúkar og rjómakenndar sítrónutertur sem bráðna í munni. Þessar ljúffengu litlu tertur er tilvalið að eiga í frystinum og taka fram þegar gesti ber að garði.
UppskriftinUppáhalds chiagrauturinn

Páskagulur mangóís

Appelsínu og chia muffins

Fljótleg nærandi skál

Okkur mæðgum finnst gaman að elda góðan mat. En stundum (oft) er tíminn af skornum skammti og því höfum við báðar komist upp á lagið með það að útbúa fljótlegar máltíðir úr því sem er til í ísskápnum hverju sinni. Og satt best að segja eru einföldustu og fljótlegustu máltíðirnar oft þær sem eru í mestu uppáhaldi hjá okkur.
UppskriftinVeganúar

Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða er jákvæð fyrir umhverfið, heilsuna og dýrin. Að auki kjósum við mæðgur alltaf lífræna ræktun þegar það er hægt, vegna þess að við teljum þá aðferðafræði hafa góðan samhljóm með umhverfinu, sem gagnast okkur öllum til lengri tíma, bæði mönnum og dýrum.
Uppskriftin