Páskagulur mangóís
Líklegast verður þó páskaguli desertinn okkar í ár þessi einfaldi og ferski mangóís. Okkur finnst voða gott að hafa eitthvað frískandi um páskana til að vega upp á móti öllu súkkulaðinu. Hægt er að bera ísinn fram með súkkulaðisósu, eða bara einan og sér. Mangóaðdáendur ættu að vera ánægðir með þennan ís, því það er ríkulegt mangóbragð af honum.

Ísinn bragðast best nýlagaður, svo við útbúum hann beint eftir matinn. Það er ekkert mál því það er mjög einfalt og fljótlegt.

Mangóís
- 500g frosið mangó í teningum
- 3 msk kókosmjólk, við notum þykka hlutann (setjum kókosmjólkurdós í ísskáp í ca 15 mín og þá harðnar þykki hlutinn af mjólkinni)
- 2 tsk hlynsíróp (bragðið til því mangóíð er mis súrt/sætt)
- ¼ tsk sítrónusafi
- nokkrar flögur af sjávarsalti
Klárið að mauka. Tilbúið.
Hægt að setja í form í frysti eða njóta strax.
Ef þið eigið kraftmikinn blandara er líka hægt að nota hann og þá verður ísinn alveg silkimjúkur.
Súkkulaðisósa
- 1 plata (100g) Himneskt 71% súkkulaði
1 dl kókosmjólk
smá sjávarsalt
má bæta smá vanillu eða chili út í ef vill
Njótið!
