Pasta m/ brokkolí og hnetum
Eftir langan dag finnst okkur stundum gott að skella í einfaldan pastarétt. Við viljum hafa smá grænmeti og eitthvað bragðgott eins og ólífur og hnetur með, en þetta þarf alls ekki að vera flókið.
Við erum virkilega hrifnar af lífræna pastanu frá Himneskt. Pastað er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Pastagerðin byggir á rótgróinni hefð á þessu svæði, og útkoman er frábært pasta.

Við fundum skemmtilegt krydd í Bónus (fæst líka í Hagkaup og fleiri búðum) sem heitir "Bacon" krydd og gefur skemmtilega reykt bragð. Hneturnar urðu mjög góðar með smá "Bacon" kryddi.

Þetta er einföld og fljótleg máltíð. Við byrjum á að rista hnetur örstutt á pönnu. Svo snöggsteikjum við brokkolí og tökum til hliðar. Sjóðum pasta og búum til sósuna á meðan pastað sýður. Svo er bara að raða fallega á disk og njóta.
- 100g kasjúhnetur, lífrænar (frá Himneskt)
- 1 tsk jómfrúarólífuolía (frá Himneskt)
- 1⁄2 tsk beikonkrydd (Deliciou, fæst í Bónus)
Ristið kasjúhneturnar á pönnu við miðlungs hita í 2-5 mín, eða þar til gylltar.
Bætið kryddinu og olíunni út á rétt í lokin.
Setjið hneturnar í skál, svo hægt sé að nota pönnuna í annað.
- 1⁄2 brokkolíhöfuð
- 150g (ca 1/3 poki) penne, lífrænt frá Himneskt
- 1 msk ólífuolía, lífræn frá Himneskt
- 3 hvítlauksrif, söxuð
- 6 ólífur
- 1 tsk beikonkrydd, Deliciou fæst í Bónus
- 200g rjómaostur, vegan rjómaostur fæst í flestum stórmörkuðum
- 1⁄4 tsk pipar
- smá salt
- rifinn parmesan ef vill, vegan parmesan fæst í flestum stórmörkuðum
Snögg steikið brokkolí á mjög heitri pönnu í 1-2 mín, í ca 1 msk olíu.
Sjóðið vatn í potti, þegar suðan er að koma upp setjið penne út í, sjóða í 8-10 mínútur.
Á meðan pastað síður er sósan búin til.
Takið brokkolíið af pönnunni.
Steikið í smá stund ólífuolíu, hvítlauk, ólífur og beikonkrydd.
Bætið rjómaostinum út í, gott að skera hann í bita svo það sé auðvelt að hræra hann út í.
Smakki til með salti og pipar.
Bætið pastanu út á pönnuna þegar það er soðið.
Berið fram með brokkolí og ristuðum hnetum.
Njótið!