"Pulled" sætkartöfluloka
Sætkartöflulokan er akkúrat málið á svona stundu.
Við keyptum hamborgarabrauð úr spelti, smurðum með heimagerðri tatziki sósu, röðuðum lífrænum súrum gúrkum og avókadó á botninn, svo settum við sætkartöflurnar í miðjuna, og toppuðum með pikkluðum rauðlauk og rauðkáli. Nóg af góðu bragði!

Við rifum niður sæta kartöflu og steiktum á pönnu til að fá svona "pulled" tilfinningu. Þetta er eiginlega aðal atriðið í samlokunni, en svo þarf góða djúsí sósu, eitthvað súrt (eins og súru gúrkurnar og sultaða laukinn) og eitthvað krönsí og ferskt, eins og rauðkálið.
Pikklaður laukur er svooo góður
Aðal atriðið - rifnar sætarkartöflur
Góð sósa er auðvitað bráðnauðsynleg
Rauðkál gefur "kröns" og fallegan lit
Súrar gúrkur gefa kikk
Dýrðin er fullkomnuð. Naaaammmms!
"Pulled" sætkartöflu samloka
gerir um 3 – 4 samlokur- 3-4 hamborgarabrauð
- 1 stór sæt kartafla, rifin á grófu rifjárni
- 8 msk tzatziki
- súrar gúrkur
- 2 avókadó
- 2 dl rifið rauðkál
- 4 msk pikklaður rauðlaukur
Smyrjið botninn á hamborgarabrauði með tzatzikisósu.
Setjið súrar gúrkur þar ofan á og síðan avókadó sneiðar.
Því næst sætu kartöflurnar.
Endið á að setja rauðkálið og rauðlaukinn ofan á og lokið með hinum helmingnum af hamborgarabrauðinu.
Sæt kartafla
- kókosolía eða vegan smjörlíki til að steikja upp úr
- 1 stór sæt kartafla, rifin á grófu rifjárni
- 1 ½ tsk sjávarsaltflögur
- 1 ½ tsk reykt paprika
- 1 ½ dl bbq sósa ( hér er uppskrift fyrir heimagerða )
Hitið kókosolíu eða vegan smjör á pönnu og steikið u.þ.b. ⅓ af sætu kartöflunni í einu á pönnunni, notið ½ tsk af hverju kryddi til að krydda hvern skammt og steikið í ca 2 mín.
Setjið þá ½ dl af bbq sósu út á og klárið að steikja í um 1-2 mín.
Passið að steikja ekki of lengi því þá verða sætu kartöflurnar að mauki .
Pikklaður rauðlaukur
- 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
- 1 msk kókospálmasykur
- 1 ½ tsk sjávarsaltflögur
- 2 dl eplaedik
Njótið!
