Rauðrófusalat
Við mæðgur erum með algjört rauðrófuæði þessa dagana. Uppáhaldið okkar er einfalt en vel kryddað rauðrófusalat með klettasalati, hnetum, vegan fetaosti og dressingu. Þetta salat er frábær léttur hádegisverður, eða gott meðlæti með aðalrétt.
Til að flýta fyrir er snilld að nota forsoðnar rauðrófur, fást í mörgum búðum og eru ekki dýrar. Annars ef þið eigið ferskar rauðrófur eða voruð að rækta rauðrófur sjálf má að sjálfsögðu búa til alveg eins salat úr þeim, eldunartíminn er bara mun lengri.

Rauðrófusalat
- 500g forsoðnar rauðrófur
- 1 msk ólífuolía
- 1 tsk malaður fennel
- ½ tsk cuminduft
- 1 tsk sjávarsaltflögur
- smá chiliflögur
- 25g klettasalat
- handfylli af heslihnetum
- 50g vegan fetaostur
- dressing:
- 2 msk ólífuolía
- 2 msk sítrónusafi
- 1 hvítlauksrif
- ½ tsk svartur pipar
- ½ tsk sjávarsalt
Skerið rauðrófurnar í báta og setjið á bökunarpappír í ofnskúffu. Kryddið og skvettið smá olíu yfir.
Bakið við 200°C í um 15 mín.
Þegar rauðrófurnar eru bakaðar setjið þær í skál með klettasalatinu.
Skerið fetaostin í bita og setjið út á og stráið hnetum yfir.
