Spaghetti með avókadó sósu og karamellu lauk
Við mæðgur erum mikið fyrir fljótlega rétti. En þar sem við erum miklir sælkerar þarf maturinn að vera virkilega gómsætur, annars er ekkert gaman! Og svo viljum við líka að hann sé í hollari kantinum (svona oftast allavega), þannig að okkur líði vel eftir matinn, því það er partur af upplifuninni líka.
Þessi pastaréttur tikkar í öll boxin
Við notum lífrænt spelt/heilhveiti spaghetti frá Himneskt sem er grófara en hefðbundið hvítt og blöndum því saman við spíralíseraðan kúrbít. Veltum þessu upp úr dásamlegri avókadósósu og toppum með karamelíseruðum lauk. Svooo gott! Og við fáum góðan skammt af trefjum, grænmeti og hollri fitu í fljótlegri máltíð.
Lífrænt speltspaghetti frá Ítalíu + spíralízeraður kúrbítur
Karamelliseraður laukur, hvítlaukur og kirsuberjatómatar
Spelt spaghettíið frá Himneskt kemur frá Ítalíu. Kornið er ræktað á ökrunum umhverfis Montebello klaustrið í Marche, sem ræktaðir hafa verið án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna um langan aldur. Pastað er hægþurrkað, sem fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins eins og best verður á kosið.
Spaghetti með avókadó sósu og karamellulauk
- fyrir 2
- 100g lífrænt spelt/heilhveiti spaghetti
- 1 kúrbítur, spíralíseraður
- Sósan:
- 2 þroskuð avókadó
- 2 msk sítrónusafi
- 1 msk smátt skorinn rauðlaukur
- 1 hvítlauksrif
- ½ -1 tsk sjávarsaltflögur
- Laukurinn:
- 1 ½ rauðlaukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
- 2 hvítlauksrif, skorinn í þunnar sneiðar
- 4 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
- smávegis olía til að steikja upp úr
- hnetur til að strá yfir, t.d. furuhnetur eða kasjúhnetur eða möndlur
Aðferð
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.
Búið til kúrbíts spaghetti, annað hvort með spíralízer eða rifjárni.
Blandið kúrbítsspaghettíinu og speltspaghettíinu saman í skál.
Til að búa til sósuna maukið avókadó, sítrónusafa, rauðlauk, hvítlauk og salt saman í matvinnsluvél.
Hellið sósunni yfir spaghettiblönduna og blandið létt með gaffli.
Steikið rauðlauk og hvítlauk á pönnu, hrærið reglulega svo þetta brenni ekki, þetta tekur alveg 5-7 mín og laukurinn verður næstum því karmeliseraður.
Setjið kirsuberjatómatana út á pönnuna í lokin og leyfið þeim að malla með í um 1 mín.
