Súkkulaðigrautur
Gamli góði hafragrauturinn stendur alltaf fyrir sínu í morgunsárið, enda eru hafrar hollir og innihalda góðar trefjar. Við notum lífrænt haframjöl frá Himneskt í grautinn okkar.
Stundum finnst okkur grauturinn bestur alveg einfaldur með kanil og nokkrum rúsínum, en suma morgna er bara þörf á aðeins meira dekri. Þessi súkkulaðigrautur er frábær á þannig stundu. Við sjóðum þá hafrana í súkkulaði-haframjólk í staðinn fyrir vatni. Og berum fram með ristuðum hnetum, berjum og góðri jurtamjólk, t.d. kókosmjólk.

Fyrir fleiri hugmyndir að morgungrautum smellið hér.
Súkkulaðigrautur
- 1 dl haframjöl
- 1 tsk chiafræ
- 3 döðlur, smátt saxaðar
- 1 tsk kakóduft
- 3 ½ dl súkkulaði haframjólk (t.d. frá Yosa, fæst í Bónus)
- nokkur saltkorn
Allt sett í pott og grauturinn soðinn í 3-5 mín.
Gott að bera grautinn fram með ristuðum heslihnetum, granateplakjörnum eða berjum ásamt góðri jurtamjólk (t.d. kókosmjólk). Ef þið viljið alvöru lúxus má setja nokkra dropa af hlynsírópi út á.