Vegan Sörukaka

15 des. 2019

 • Söru kaka Risa sara

Í fyrra bjuggum við til nýja vegan söru uppskrift sem við vorum mjög ánægðar með. Uppskriftin er svo auðveld og fljótleg, sérstaklega miðað við hinar hefðbundnu sörur og því upplögð fyrir þá sem eru pínu óþolinmóðir eins og við. Uppskriftina getið þið séð hér: Vegan Sörur

Vegan sörur

Í ár gerðum við nýja tilraun og bjuggum til eina RISA söru! Hún er borin fram eins og kaka, það er eins gott að hafa sneiðarnar þunnar því hún er mjög djúsí. Við myndum ekki borða jafn stóra sneið af þessari eins og af venjulegri köku, því ein sneið er eins og nokkrar sörur, hafið það í huga :-)
Best borin fram köld.

Vegan sörurnar hafa nú vinninginn, en risa saran er skemmtileg tilraun og sérstaklega sniðug ef tíminn er af skornum skammti. 


Sörukaka

Botn

 • 2 b (225g) möndlumjöl
 • ½ b (140g) hlynsíróp
 • 3 msk (50g) möndlusmjör
 • ½ tsk vanilla
 • smá sjávarsaltflögur

Setjið allt í hrærivél og hrærið saman. Þjappið í form (ca 20-25cm þvermál) og bakið í 15-20 mín við 180°C 

Kælið.

Fylling

 • 260g vegan smjör
 • 150g malaður hrásykur (hægt að nota flórsykur)
 • ½ tsk kaffiduft
 • 25g kakóduft

Malið hrásykurinn fínt í matvinnsluvél/blandara/kryddkvörn til að fá svipaða áferð og flórsykur. Gott að skella instant kaffiduftinu með í lokin, þá malast það fínna í leiðinni.Best er að taka vegan smjörið beint úr kælinum og skera í bita. Setjið kalt smjör, malaðan sykur og kaffiduft og kakóduft í hrærivél og þeytið með þeytara. (Hægt að nota matvinnsluvél ef þið eigið ekki hrærivél).

Smyrjið á botninn og setjið í kæli á meðan þið bræðið súkkulaðið sem fer yfir kremið

Súkkulaði

 • 100g 71% súkkulaði
 • 1 msk vegan smjör

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og setjið vegan smjör út í til að gera kremið aðeins mýkra.
Hellið yfir kökuna og látið í frysti/kæli á meðan súkkulaðið stífnar.


Peruterta - 8.5.2020

Vegan peruterta

Jólagrauturinn - 14.12.2018 Hildur Sætt

Jólagrauturinn
Vegan útgáfa af jólagrautnum Uppskriftin

Vegan Tartalettur - 6.12.2018 Hildur Salt Solla

Vegan tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu. 
Og jú, hún er bara ljómandi góð.

Uppskriftin