Vegan Tartalettur

6 des. 2018 Hildur Salt Solla

 • Vegan tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu. Og jú, hún er bara ljómandi góð.

Við bjuggum til uppstúf úr lífrænt ræktuðu hráefni. Og til að gefa þetta reykta bragð sem tengist hátíðunum í hugum margra notuðum við Oumph! - af gerðinni Salty & Smoky. Oumph! er sænsk vara sem líkir eftir kjöti, unnin úr óerfðabreyttu sojapróteini, fæst t.d. í Hagkaup. Brauðformin fást reyndar ekki lífræn svo við vitum til, en við blessum þau bara.

Okkur finnst tartaletturnar góðar og skilst á reynslumeiri boltum að þessi útgáfa gefi gömlu góðu nostalgísku tartalettunum lítið eftir! • Uppstúf:
  25 g lífrænt spelt, fínt malað
 • 25 g vegan smjör
 • 250 ml jurtamjólk að eigin vali
 • 1 tsk hrásykur
 • ½ tsk gróft sinnep frá Himneskt 
 • sjávarsalt og hvítur pipar (eða svartur)
 • Fyllingin:
 • 350g soðnar kartöflur
 • 50g Oumph! - Salty & Smoky
 • 50g grænar baunir, okkur finnst þessar frosnu bestar

Uppstúf:

Bræðið vegan smjörið/smjörlíkið í potti, hrærið speltinu saman við þannig að úrverði smjör-bolla.

Bætið jurtamjólkinni rólega úti og hrærið stanslaust svo það myndist ekki kekkir.

Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið á meðan.

Kryddið með sinnepi, sjávarsalti og pipar og látið sjóða áfram í 1 mín. 

Fyllingin:

Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita.

Skerið oumphið í litla bita, setjið smá olíu á pönnu og steikið í nokkrar mínútur. Hrærið stöðugt í svo það brenni ekki. Látið síðan aðeins kólna.

Samsetning:

Blandið öllu saman í skál og hellið uppstúfinu yfir (þið setjið það magn sem ykkur finnst fullkomið)

Fyllið tartaletturnar og bakið í ofni þar til þær verða gylltar og girnilegar.

Passlegt að baka við 180°C.

Njótið!

Tartalettur

Peruterta - 8.5.2020

Vegan peruterta

Jólagrauturinn - 14.12.2018 Hildur Sætt

Jólagrauturinn
Vegan útgáfa af jólagrautnum Uppskriftin