Veganúar

Smávegis um jurtafæði

11 jan. 2018

Nú taka margir þátt í Veganúar, sem Samtök grænmetisæta á Íslandi hafa undanfarin ár staðið fyrir í samstarfi við alþjóðlega vegan mánuðinn Veganuary. Þátttakendur sleppa dýraafurðum í einn mánuð. 

Sumir taka þátt til að víkka sjóndeildarhringinn eða til að æfa sig í að draga úr neyslu á dýraafurðum og auka hlut fæðu úr jurtaríkinu, eins og Embætti Landlæknis ráðleggur almenningi að gera, heilsunnar og umhverfisins vegna

Kemur í ljós að matur getur svo sannarlega verið ótrúlega bragðgóður og saðsamur, þó svo að ekkert kjöt komi við sögu.


Svo er alltaf að bætast í hóp þeirra sem kjósa að gerast Vegan til lengri tíma. Í gegnum tíðina hefur það oftast verið blanda af dýraverndunarsjónamiðum, umhverfisvernd og heilsupælingum sem liggja að baki. Í dag fer ört vaxandi sá hópur sem hefur dýraverndunarsjónarmið að leiðarljósi.

Við mæðgur teljum að sama hvaða mataræði við kjósum okkur þá sé mikilvægt að huga að því að fæðið sé nægilega fjölbreytt og heilnæmt og að við séum meðvituð um hvaðan helstu næringarefnin koma. Næringarsamsetning fæðunnar er yfirleitt ekki sú sama hjá jurtaætum og alætum, þ.e. vegan fæði er oft auðugra af sumum efnum en rýrara af öðrum. Vel samsett jurtafæði getur verið afbragðst hollt, ríkt af trefjum og góðri næringu. Á vegan fæði til lengri tíma er þó mikilvægt að muna eftir vítamínunum B12- og D-vítamíni sem finnast varla í jurtaríkinu, en þau er auðvelt að nálgast sem fæðubót. Svo eru önnur næringarefni sem finnast víða í jurtaríkinu, en ágætt er fyrir okkur jurtaæturnar að skoða hvort skili sér örugglega til okkar í gegnum mataræðið, og ef ekki, huga að fæðubót. Við skrifum þetta ekki til að fæla neinn frá því að gerast vegan, við hvetjum ykkur ávallt til að fylgja hjartanu og eigin sannfæringu.  

Okkur var bent á nýlega danska rannsókn þar sem mataræði 70 vegana var skoðað og borið saman við NNR (norrænar ráðleggingar um mataræði) og einnig borið saman við mataræði 1257 danskra alæta. Í mjög grófum dráttum var niðurstaðan sú að hvað orkugefandi næringarefnin varðar komst danska vegan mataræðið nær norrænum ráðleggingum en mataræði alætanna, en hins vegar kom í ljós að í mörgum tilfellum náðist ekki ráðlagður dagskammtur fyrir ákveðin vítamín og steinefni á vegan mataræðinu og myndu dönsku jurtaæturnar því græða á því að veita þessum næringarefnum nánari athygli. Auðvitað er ekki hægt að líta á eina rannsókn sem algilda sönnun fyrir einu eða neinu, en við getum fengið vísbendingar um hvað er gott að hafa í huga. 

Hér að neðan eru helstu næringarefni sem gott er að skoða fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í veganisma. Upplýsingar um ráðlagða dagsskammta koma frá Landlæknisembættinu. Mikilvægt er að hafa í huga að meira er ekki alltaf betra þegar kemur að næringarefnum. Ef taka á fæðubótarefni er best að halda skömmtum innan viðmiðunarmarka, þ.e.a.s. passa að taka ekki inn margfaldan ráðlagðan dagsskammt. Sumar vegan vörur eru vítamínbættar og gott er að skoða innihaldslýsingar til að taka þær með í reikninginn.

B12 - vítamín

Allir á vegan fæði ættu að passa að taka inn B12-vítamín á einhverju formi, annað hvort sem fæðubótarefni eða í gegnum reglulega neyslu á vítamínbættum vörum eins og t.d. B12-bættri jurtamjólk og næringargeri. B12-vítamín finnst ekki í jurtaríkinu á virku formi og þess vegna er mikilvægt að passa upp á það á vegan fæði.

Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 2 ug.

D – vítamín

Á Íslandi er myndun D-vítamíns í húð ófullnægjandi yfir vetrarmánuðina. Því er Íslendingum almennt ráðlagt að taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni. Athugið að D2-vítamín er vegan, en D3-vítamín oftast ekki, nema það sé tekið fram. Sumar jurtamjólkurvörur eru D-vítamínbættar.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 15 ug en 20 ug fyrir eldra fólk. Efri mörk 100 ug.

Joð

Joð er helst að finna í sjávarfangi, veganar geta fengið hluta af sínu joði úr þara og þangi, eins og t.d. söl og nori (blöðin sem notuð eru í sushi). Sumar tegundir þara hafa mjög hátt joð innihald og því er millivegurinn bestur hér. Gott er að skoða að taka inn joð sem fæðubót, ef sjávargróður er ekki reglulegur hluti af mataræðinu.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 150 ug. Efri mörk 600 ug.

Omega 3

Lýsi er ekki vegan svo gott er að huga að því að borða reglulega omega 3 ríka fæðu eins og hörfræ/hörfæjaolíu, valhnetur, chiafræ og hampfræ. Líkaminn getur breytt hluta af omega 3 fitusýrum úr jurtaríkinu í langar omega-3 fitusýrukeðjur (EPA og DHA) sem eru nauðsynlegar fyrir okkur, en jafnvel er líka gagnlegt að taka inn smáþörungaolíu (microalgae) sem inniheldur DHA og EPA.
Omega-3 fitusýrur ættu að veita að minnsta kosti 1% heildarorku úr fæðunni. 

Kalk

Margar vegan jurtamjólkurvörur eru kalkbættar. Að auki inniheldur ýmis fæða úr jurtaríkinu kalk, t.d. dökkgrænt grænmeti eins og spergilkál og grænkál, einnig tófú, baunir, möndlur, sesamfræ og tahini.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 800 mg. Efri mörk 2500 mg.

Járn

Líkaminn tekur betur við járni úr jurtaríkinu ef hann fær C-vítamín ríka fæðu eins og grænmeti og ávexti á sama tíma. Kaffi, te og kakó draga hins vegar úr upptöku. Járn fæst meðal annars hér: tófú, sojavörur, baunir, linsur, hnetur, fræ, dökkgrænt laufgrænmeti, þurrkaðir ávextir. Konur á frjósemisaldri þurfa meira járn en aðrir og því er gott að skoða hvort járnþörf sé mætt í gegnum fæðu.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 9 mg fyrir karla en 15 mg fyrir konur á frjósemisaldri. Efri mörk 25 mg.

Sínk

Mælt er með 25%-30% hærri inntöku á sínki fyrir grænmetisætur en alætur vegna þess að upptaka sínks skerðist þegar mataræðið er ríkt af phytic sýru á meðan dýraafurðir auka upptöku. Sínk fæst t.d. úr: baunum og linsum, sojavörum, hnetum, fræjum, sumum kornvörum, laufgrænu grænmeti. 
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 7 mg fyrir konur, 9 mg fyrir karla (+ 25%-30% hærri fyrir grænmetisætur). Efri mörk 25 mg.

Selen

Selenmagn fæðu fer eftir jarðveginum sem matvaran er ræktuð í og er því misjafnt. Brasilíuhnetur eru þekktar fyrir að vera ríkar af seleni, jafnvel ein á dag getur verið nóg.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 50ug fyrir konur og 60ug fyrir karla. Efri mörk: 300 ug. 

A-vítamín

Veganar fá sitt A-vítamín í gegnum karótín, sem líkaminn breytir í A-vítamín. Beta-karótín fæstu úr gulu og appelsínugulu grænmeti eins og gulrótum, graskeri, sætum kartöflum, einnig grænu laufgrænmeti eins og spínati og grænkáli og ávöxtum eins og kantalópu melónum, mangó og apríkósum. Gott er að miða við þrjá skammta á dag. Fita, eldun og maukun hjálpa til við upptöku.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 700 ug fyrir konur (= 8.400 ug b-karotín ) og 900 ug fyrir karla (=10.800 ug af b-karotín)

Ríboflavín (B2-vítamín)

Helsta uppspretta ríboflavíns í norrænu mataræði eru kjöt og mjólkurvörur. Í jurtaríkinu finnst ríbóflavín m.a. í: aspas, baunum, spergilkáli, fíkjum, grænkáli, banönum, linsum, fræjum, tahini, sætum kartöflum, tófú, tempeh og hveitikími.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er: 1,2 - 1,3 mg fyrir konur og 1,4 – 1,6 mg fyrir karla.

Prótein

Auðvelt er að fá nóg prótein úr jurtaríkinu, en það er gott að vita hvar það er að finna. Baunir, linsur, tófú, sojavörur, hnetur, hnetusmjör, fræ og quinoa eru dæmi um próteinuppsprettur fyrir vegana. Einnig fæst prótein úr kornvörum og grænu grænmeti.
Framlag próteina ætti að vera á bilinu 10-20% af heildarorku. 

Auðvelt er að nálgast öll þessi næringarefni sem fæðubót ef þau koma ekki úr matnum okkar og því hvetjum við ykkur til að prófa vegan/grænmetisfæði ef hjartað slær í þá átt. Veganismi er ekki nýjasti megrunarkúrinn, heldur í raun og veru pólitísk og siðferðileg hreyfing, þar sem mataræði spilar stórt hlutverk. Best er fyrir grænmetisætur eins og aðra að borða fjölbreytta fæðu úr góðu hráefni. Við mælum með að leggja áherslu á trefjaríkt hráefni eins og grænmeti í öllum regnbogans litum, ávexti og ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur.

Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða er jákvæð fyrir umhverfið, heilsuna og dýrin. Að auki kjósum við mæðgur alltaf lífræna ræktun þegar það er hægt, vegna þess að við teljum þá aðferðafræði hafa góðan samhljóm með umhverfinu, sem gagnast okkur öllum til lengri tíma, bæði mönnum og dýrum.
Nytt-islenskt-graenmeti-a-marmaraBleikar pönnsur - 1.3.2021

Bleikarponnsur-9
Til að lífga upp á pönnukökubaksturinn prófuðum við að bæta rauðrófusafa út í deigið, og fengum svona líka fagurbleikar pönnukökur.  Uppskriftin

Græn vefja - 12.1.2021

græn vefja

Hnetusteik - 10.12.2020

Hnetusteik með linsum
Þessi hnetusteik vekur upp nostalgíu hjá okkur mæðgum. Uppskriftin

Jóla smákökur - 4.12.2020

Ljúffengar aðventukökur Uppskriftin

Innblásnar af sörum - 22.11.2020 Hildur Solla Sætt

Vegan sörur

Uppskrift úr tilraunaeldhúsi okkar mæðgna.
Við þróuðum nýja tegund af jólakökum sem minna á sörur... því við erum pínu óþolinmóðar og langar stundum að stytta okkur leið... en samt bjóða upp á gómsætt gúmmilaði úr lífrænt ræktuðu hráefni.

Uppskriftin

Vefja - 23.10.2020

Vefja með eggaldin og tahinisósu

Fljótlegt chili - 6.10.2020

extra fljótlegt vegan chili
Sniðug fjölskylduvæn uppskrift Uppskriftin

Rauðrófusalat - 22.9.2020

Rauðrófusalat
Einfalt og gott rauðrófusalat Uppskriftin

Sólberja og rauðrófu kaka - 14.9.2020

Sólberja og rauðrófukaka
Við mæðgur höldum áfram að nýta sólberin sem við fengum frá ömmu Hildi.  Uppskriftin

Sólberjasulta - 8.9.2020

Sólberjasulta krydduð
Krydduð sólberjasulta Uppskriftin

Súrsæt blómkál - 21.8.2020 Salt

Súrsætt blómkál lífrænt vegan
Virkilega gott súrsætt blómkál Uppskriftin

Hrísgrjónanúðlur m/ grænmeti og hnetusósu - 4.8.2020

Ljúffeng og létt máltíð Uppskriftin

Morgunverðar pönnukökur - 16.7.2020 Salt

Vegan ommeletta fyllt morgunverðar pönnukaka
Frábær helgar brunch Uppskriftin

Möndlukaka með rabarbara - 25.6.2020 Sætt

möndlukaka m rabarbara

Okkur mæðgum þykir alltaf dálítið vænt um rabarbarann sem sprettur svo vel snemmsumars úti í garði. Þetta er fyrsta uppskeran eftir langan vetur og þess vegna finnst okkur gaman að nýta hann eins og við getum, á meðan við bíðum eftir grænmetis- og berjauppskerunni sem er auðvitað dásamleg síðsumars og á haustin. Það er svo mikil stemmning í því að nota eitthvað beint úr garðinum í matargerðina.

Uppskriftin

French Toast - 18.5.2020

Vegan French Toast
Vegan french toast með ferskum berjum og hlynsírópi Uppskriftin

Peruterta - 8.5.2020

Vegan peruterta

Thai súpa - 4.5.2020 Salt

Thai-supa-5
Virkilega ljúffeng kókos karrý súpa með sítrónugrasi og grænmeti.  Uppskriftin

Brauðbollur - 26.3.2020

Nýbakað brauð
Fátt er betra en volgar nýbakaðar bollur, með jurtasmjör sem bráðnar aðeins. Þessar bollur tilvalið að bera fram með ilmandi grænmetissúpu.  Uppskriftin

Klassískar pönnukökur - 21.3.2020

Pönnukökur Vegan
Vegan pönnukökur Uppskriftin

Hafragrautur fyrir einn - 4.3.2020

Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! 

Uppskriftin

Súkkulaði og hnetukaramellu bolla - 12.2.2020

Nú fer að líða að því að rjómabollu æðið skelli á, bakarí og búðir fyllast von bráðar af alls kyns bollum. Okkur mæðgum finnst þó skemmtilegast að baka okkar eigin bollur. Þá getum við notað lífrænt ræktað hráefni í baksturinn og haft fyllinguna eftir okkar höfði.

Uppskriftin

Bolludags bollur - 9.2.2020

Einu sinni á ári skellur rjómabollu æðið á. Okkur mæðgum finnst skemmtilegast að baka okkar eigin bollur. Þá getum við notað lífrænt ræktað hráefni og haft fyllinguna eftir okkar höfði.

Uppskriftin

Grænar skrímsla muffins - 24.1.2020 Sætt

Grænar skrímslamuffins
Einn rigningardaginn í sumarfríinu langaði börnin að baka muffins. Við ákváðum að hleypa ímyndunaraflinu á flug og bjuggum til nýja tegund, grænar skrímslamuffins.  Uppskriftin

Túrmerik latte - 14.1.2020

Ljúfur heitur túrmerik drykkur Uppskriftin

Lífrænar chia pönnsur - 4.1.2020

Vegan amerískar pönnukökur
Þessar dásamlegu pönnsur eru frábærar í helgar brönsinn. Chiafræin halda pönnsunum saman og gera þær fallega doppóttar. Uppskriftin er vegan og lífræn. Uppskriftin

3 fljótlegir sælkeragrautar - 1.1.2020

Chiagrautar-14

Fyrripart dags uppfyllir chiagrautur mjög margt af því sem ég er að leita að. Saðsamur og gefur endingargóða orku svo ég þarf ekki að vera að fá mér snarl í tíma og ótíma. Og svo er hann líka algjört gúmmilaði, sem er auðvitað aðalatriðið fyrir sælkerann í mér, sem vill helst ekkert borða nema það sé afbragðsgott.  

Uppskriftin

Kókoskaka - 22.12.2019

Vegan kókoskaka

Spínatbaka - 21.12.2019

Spínatbaka vegan

Kartöflusalat fyrir jólin - 9.12.2019

Ómissandi jólahefð Uppskriftin

Lakkrís kókoskökur með súkkulaði - 26.11.2019 Hildur Solla Sætt

Lakkrís kókoskökur með súkkulaði

Í skammdeginu finnst okkur svolítið notarlegt að baka eitthvað gott um helgar. Núna um helgina verður smá afmæliskaffi í fjölskyldunni og við ákváðum að baka smákökur sem gætu slegið í gegn hjá afmælisbarninu, sem er hrifið af lakkrís og súkkulaði. 

Uppskriftin

Tófú masala - 12.11.2019

Saag Tófú - 17.10.2019

Appelsínu og súkkulaði lummur - 28.9.2019

Vegan pönnukökur

Lummur eru ekta helgartrít. Fullkomnar í brunch eða með eftirmiddags kaffinu.

Uppskriftin

Hrásalat - 2.9.2019

Hrásalat

Á meðan íslenska grænmetisuppskeran er til í búðum erum við mæðgur duglegar að prófa okkur áfram með allt þetta dásamlega hráefni.

Uppskriftin

Klesstar kartöflur með pestó - 28.8.2019

Kramdar kartöflur
Nýjar íslenskar kartöflur eru svo góðar. Uppskriftin

Brokkolí m/ ídýfu - 4.8.2019

Brokkolí Spergilkál með ídýfu
Nýtt íslenskt brokkolí er komið í búðirnar!
Uppskriftin

Bláberja lummur - 25.7.2019

Vegan lummur amerískar pönnukökur
frábærar í brunch Uppskriftin

Grautur m rabarbara mauki - 3.7.2019

Rabarbara mauk
Rabarbari er gómsætur út á grautinn. Uppskriftin

Útilegu morgunverðar mix - 27.6.2019

Utilegumix-3
Staðgóður morgunverður í ferðalagið sem auðvelt er að útbúa. Minna vesen og tekur minna pláss. Uppskriftin

Hnetusmjörs molar - 27.5.2019 Sætt

Vegan hnetusmjörs nammi
Okkur mæðgum finnst voða gott að eiga heimagert nammi í ísskápnum/frystinum til að kjamsa á með kaffinu.
Uppskriftin

Nachos ídýfa - 16.5.2019

Vegan eðla Nachos
Heimagerð vegan ídýfa er tilvalin í kósýkvöldið Uppskriftin

Hummus m/ rauðlauk og balsam - 13.5.2019 Salt

Besti hummusinn
Okkar uppáhald! Uppskriftin

Möndlukaka með jarðaberjum - 24.4.2019 Sætt

Glútenlaus kaka
Einföld sumarleg kaka Uppskriftin

Vegan ostakaka m/súkkulaðihnetusmjöri - 17.4.2019

Vegan ostakaka nutella
Páskadesertinn er kominn!  Uppskriftin

Sykurlaust páskasúkkulaði - 10.4.2019

Ketó sykurlaust páskaegg súkkulaði
fyrir þá sem vilja sleppa sykri Uppskriftin

Samloka með reyktu tófú og hrásalati - 28.3.2019

Djúsí tófú samloka
Djúsí Vegan samloka Uppskriftin

Spaghetti með avókadó sósu og karamellu lauk - 14.3.2019

Spaghetti með avókadósósu og karamellu lauk
Pasta sem tikkar í öll boxin. Fljótlegt, hollt og svooo bragðgott!
Uppskriftin

Nýbakað speltbrauð - 25.2.2019

Nýbakað speltbrauð
Hvað jafnast á við ilmandi volgt nýbakað brauð? Mmmm...
Þessi uppskrift er auðveld og deigið þarf ekkert að hnoða.
Uppskriftin

Reykt tófú - 20.2.2019 Salt

Reykt tófú
Marinerað tófú er gott í allskonar. Út á salöt, í skálar, í samlokur eða vefjur.  Uppskriftin

Lífrænar fitubombur - 7.2.2019

Lífrænar fitubombur
Bragðgóðar og sykurlausar Uppskriftin

Tófú í hnetusmjörs sósu - 23.1.2019

Tófú í hnetusmjörssósu
Fljótlegt, saðsamt og svakalega gott Uppskriftin

Fljótlegt kjúklingabauna karrý - 15.1.2019

Fljótlegt karrý með kjúklingabaunum og grænmeti
Við þekkjum flest löngunina í fljótlega og næringarríka máltíð, sem lítið þarf að hafa fyrir en bragðast samt vel. Hér höfum við eina slíka, fljótlegt og gómsætt kjúklingabaunakarrý.  Uppskriftin

Kúrbíts lasagna - 10.1.2019

Kúrbíts lasagne

Kúrbíts lasagna er í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Þetta lasagna kemur reyndar upphaflega úr hráfæðieldhúsi Sollu, en þegar hún fékk þá snilldarhugmynd að prófa að baka það í ofni eins og hefðbundið lasagna, þá varð þetta virkilega djúsí réttur, sem nú er orðinn fastagestur á matseðlinum. 

Uppskriftin

Jólagrauturinn - 14.12.2018 Hildur Sætt

Jólagrauturinn
Vegan útgáfa af jólagrautnum Uppskriftin

Fyllt hátíðar grasker - 10.12.2018 Hildur Salt Solla

Innbakad-28
Hnetusteik er líklega algengasti hátíðarréttur grænkera. Sjálfar framreiðum við hnetusteik nokkrum sinnum á ári og okkur finnst voðalega gaman að leika okkur að því að hafa hana aldrei alveg eins. Í ár ætlum við að nota hnetusteik sem fyllingu í fallegt butternut grasker, það kemur ljómandi vel út. Uppskriftin

Vegan Tartalettur - 6.12.2018 Hildur Salt Solla

Vegan tartalettur

Margir eiga nostalgískar minningar um tartalettur daginn eftir góða jólaveislu. Við mæðgur höfum reyndar ekki þessa tengingu við tartalettur því hefðin er að fylla þær með afgangs kjöti og meðlæti. En ákveðinn tengdasonur/eiginmaður hefur lengi talað fyrir því að hefðir úr hans æsku fái líka hljómgrunn í hátíðahöldunum og höfum við því látið undan og þróað vegan útgáfu af þessari nostalgíu. 
Og jú, hún er bara ljómandi góð.

Uppskriftin

Innbakað Oumph! - 4.12.2018 Hildur Salt Solla

Innbakað jóla Oumph!
Ljúffengur hátíðarréttur fyrir grænkera. Hefðbundið meðlæti fer vel með innbökuðu Oumph!-i Uppskriftin

Dal - 18.10.2018 Hildur Salt

Dásamlegt dal

Dal hefur lengi verið uppáhalds maturinn minn. Dal er fyrsti rétturinn sem ég lærði að elda og örugglega sá sem ég hef eldað oftast yfir ævina, ég hef meira að segja borðað dal á jólunum! 

                                                                 - Hildur

Uppskriftin

Babaganoosh - 3.10.2018 Salt Solla

Babaganoosh - grillað eggaldin

Babaganoosh er uppskrift frá Mið-Austurlöndum og í sinni einföldustu útgáfu er hún grillað eggaldin, maukað með sítrónusafa, salti og tahini.
- Solla

Uppskriftin

Berjadraumur úr garðinum - 20.9.2018 Sætt

Ómótstæðilegur berjadraumur úr garðinum

Mamma kom í heimsókn og töfraði fram berjadraum úr rifsberjum og sólberjum úr garðinum. 
- Hildur

Uppskriftin

Mjúkt taco með BBQ kjúklingabaunum - 15.8.2018 Salt

Mjúkt taco með kjúklingabaunum

Taco er svona máltíð sem auðvelt er að útbúa þannig að allir fái eitthvað sem þeim líkar vel, jafnvel þótt smekkurinn sé ólíkur. 

Uppskriftin

Vegan bröns - 8.8.2018 Salt Sætt

Vegan brönsj

Helgarbröns er ein af okkar uppáhalds samverustundum með fjölskyldunni, afslappað og eitthvað á borðum sem öllum finnst gott.

Uppskriftin

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa - 28.6.2018 Salt

Steikt tófú og heimagerð BBQ sósa
Við mæðgur höldum mikið upp á tófú. Uppskriftin

Vegan brauðsalat - 7.6.2018 Salt

Vegan brauðsalat

Brauðsalöt eru eitthvað svo sumarleg. Minna okkur á útilegur og garðveislur og svona ljúfa sumardaga þar sem allir eru of uppteknir í góða veðrinu til að nenna að elda og fá sér bara brauð og salat.

Uppskriftin

Litlar sítrónukökur - 19.5.2018 Sætt

Litlar sítrónutertur

Mjúkar og rjómakenndar sítrónutertur sem bráðna í munni. Þessar ljúffengu litlu tertur er tilvalið að eiga í frystinum og taka fram þegar gesti ber að garði.

Uppskriftin

Uppáhalds chiagrauturinn - 8.5.2018 Sætt

Uppáhalds chiagrauturinn
Þessa dagana er sólberjagrautur algjörlega uppáhalds morgunmatur okkar mæðgna. Svooooo góður! Uppskriftin

Páskagulur mangóís - 27.3.2018 Sætt

Páskagulur mangóís
Í okkar fjölskyldu var ananasbúðingur lengi vel hinn árlegi páskadesert. Kannski er það þess vegna sem okkur finnst alltaf svo gaman að hafa páskadesertana okkar páskagula. Uppskriftin

Appelsínu og chia muffins - 9.3.2018 Sætt

Áferðin er góð, stökkar efst og mjúkar innan í. Alveg passlega sætar og ríkulegt appelsínubragð. Uppskriftin

Fljótleg nærandi skál - 15.1.2018

Okkur mæðgum finnst gaman að elda góðan mat. En stundum (oft) er tíminn af skornum skammti og því höfum við báðar komist upp á lagið með það að útbúa fljótlegar máltíðir úr því sem er til í ísskápnum hverju sinni. Og satt best að segja eru einföldustu og fljótlegustu máltíðirnar oft þær sem eru í mestu uppáhaldi hjá okkur.

Uppskriftin