Haustsúpa

Haust Súpur

 • Auðvelt
 • haustsupa

Uppskrift

Við fögnum haustinu með nærandi og kraftmikilli súpu. Upplagt er að nota nýtt íslenskt grænmeti úr búðinni eða uppskeruna úr garðinum. Okkur finnst best að nota það grænmeti sem lítur best út hverju sinni, það er ekkert heilagt að það sé nákvæmlega það sama og í uppskriftinni. 
   
 • 2 msk jómfrúarólífuolía
 • 2 dl blaðlaukur
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 2 msk þurrkaðar súpujurtir
 • 1/2 tsk reykt paprika
 • 1 dl rauðar linsur eða 1 dl kínóa
 • 2 gulrætur
 • 2 dl sellerírót
 • 2 dl kartöflur
 • 2 dl rófa
 • 2 dl hvítkál
 • 4 tómatar
 • 2 stönglar ferskt rósmarín
 • 750 ml vatn
 • 1-2 msk grænmetiskraftur
 • ferskur kóríander
 • ítölsk steinselja

Skerið blaðlaukinn í litla bita, gulræturnar í þunnar sneiðar, sellerírótina, kartöflurnar og rófuna í teninga, hvítkálið í strimla og skerið hvern tómat í fernt. Hitið olíu í stórum potti. Þegar olían er orðin heit mýkið þið blaðlauk og hvítlauk í 3-5 mín. Bætið út í reyktri papriku, þurrkuðum súpujurtum og linsum/kínóa, látið malla í 4 mín og hrærið stöðugt í. Setjið grænmetið út í ásamt ´rosmarínstönglunum og látiðmalla í 2-3 mín í viðbót. Bætið vatninu og grænmetiskraftinum út í og látið súpuna sjóða þar til grænmetið er orðið meyrt. Barið fram og stráið ferkum kóríander og steinselju á hvern skammt. Njótið!