Rauðrófu baka

Ofnréttir

  • Auðvelt
  • rauðrófubaka með tófúkremi
  • Vegan: Já

Uppskrift

Rauðrófubaka
  • Rauðrófubaka

  • Tilbúið bökudeig
  • Bökuform með lausum botni
  • 100g soðnar kjúklingabaunir
  • 500g rauðrófur, forsoðnar
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 msk balsamedik
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • Tófúkrem

  • 150g tófú
  • 2 msk næringarger
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 msk sinnep
  • 1 daðla smátt skorin
  • 1 tsk sjávarsaltflögur 
  • Kryddmauk

  • 3 hvítlauksrif
  • 1 rauður chili, steinhreinsaður
  • 1 tsk malað fennelduft
  • 1 tsk malað cuminduft
  • 50g ferskur kóríander eða blanda af kóríander og steinselju
  • 1 dl ólífuolía
  • hýði af 1 sítrónu
  • 1 msk sítrónusafi
  • salt og pipar
  • 75g ristaðar heslihnetur, gróft saxaðar

Aðferð

Hitið ofninn í 180°C

Setjið tilbúið bökudeig í smurt bökuform, u.þ.b. 26/29 cm í þvermál, notið gaffal til að búa til litlar holur svo deigið blási ekki upp. Stingið gafflinum u.þ.b 10 sinnum i deigið.

Forbakið í 8-10 mín eða þar til deigið byrjar að taka gylltan lit.

Á meðan deigið er að bakast, skerið rauðrófur í þunnar sneiðar og búið til tófúkremið.

Setjið allt innihaldið fyrir tófúkremið í matvinnsluvél eða blandara (tófú, næringarger, ólífuolía, sítrónusafi, sinnep, daðla og salt) og blandið þar til silkimjúkt.


Smyrjið fyllingunni í forbakaðan botninn, stráið kjúklingabaununum þar ofan á og pressið létt niður í tófufyllinguna og endið á því að raða rauðrófusneiðunum þar ofan á.

Skvettið ólífuolíu og balsamediki yfir rauðrófurnar ásamt því að strá smá sjávarsalti yfir.

Bakið í um 20 – 25 mín.


Á meðan bakan er að bakast, búið til kryddmaukið með því að setja allt innihaldið nema heslihneturnar í blandara og blanda saman. Setjið í skál og bætið heslihnetunum út í.

Setjið maukið yfir nýbakað bökuna og berið fram.