Rauðrófu ravioli

Hráfæðiréttir

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 2 rauðrófur

Afhýðið og skerið í örþunnar hringlóttar sneiðar, annað hvort með ótrúlega beittum hníf eða á “mandólíni”, líka hægt að nota ostaskera

Marinering

 • 1 dl appelsínusafi
 • 2 msk limesafi
 • 2 msk kaldpressuð ólífuolía
 • 1 msk tamarisósa
 • 1 msk balsamik gljái
 • 1 msk engiferskot

Setjið þunnt skornar rauðrófurnar á fat. Hrærið marineringuna saman og hellið yfir og látið standa í 1 klst (því lengur sem þær marinerast því meyrari og flottari verða þær, mega líka marinerast yfir nótt í ísskápnum)

Fylling

 • 2 dl furuhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k 2 klst 
 • 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k. 2 klst 
 • 1-2 hvítlauksrif 
 • 2 vorlaukar 
 • 1 búnt fersk basilíka 
 • ½ msk tamarisósa 
 • ½ - ¾ dl sítrónusafi 
 • ¼ dl kaldpressuð ólífuolía

Hellið útbleytivatninu af hnetunum. Setjið hnetur, hvítlauk, vorlauk og ferska basilíku í matvinnsluvél og maukið, bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið vel saman. Bragðist til með smá himalaya/sjávarsalti og nýmöluðum ferskum pipar.


Samsetning

Setjið nú 1 tsk af fyllingu á hverja rauðrófusneið og brjótið í tvennt, þannig að þetta verða lítil hálfmána ravioli. Ef rauðrófu sneiðin er frekar lítil má setja 1 tsk af fyllingu á hverja rauðrófu sneið og loka svo með því að setja aðra sneið ofan á.