RAW lasagna
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Í þennan sparilega rétt eru notaðar útbleyttar kasjúhnetur og brasilíuhnetur. Skynsamlegt er að leggja hneturnar í bleyti í u.þ.b. 2 klst áður en rétturinn er búinn til.
Fyrir kúrbítinn
- 1 kúrbítur
- marinering:
- 2 msk sítrónusafi
- 1 msk ólífuolía
- ½ tsk hvítlauksduft
- ½ tsk oregano
Notið mandolín eða ostaskera til að skera kúrbítinn í langar sneiðar. Setjið hann í skál með smá skvettu af sítrónusafa og ólífuolíu, hvítlauksdufti og oregano og leyfið að marinerast á meðan þið búið til pestóin og ostinn.
Grænt pestó
- 1 búnt fersk basilíka
- handfylli rúkóla
- 1 ¼ dl útbleyttar kasjúhnetur
- 1-2 msk næringarger
- 1 stórt hvítlauksrif
- ¼ - ½ tsk sjávarsaltflögur
- ⅔ dl kaldpressuð ólífuolía
Allt sett í matvinnsluvél og blandað, passið að blanda ekki alveg í mauk.
Rautt pestó
- 125g sólþurrkaðir tómatar
- 2 plómutómatar
- ½ rauð paprika
- 1 hvítlauksrif
- 2 döðlur
- 1 tsk oregano
- ½ tsk sjávarsaltflögur
Skerið tómatana í tvennt og fjarlægið kjarnann, skerið paprikuna í tvennt og steinhreinsið og skerið i bita. Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til þetta verður að grófu mauki. Smakkið til með salti.
Hnetuostur
- 1 ¼ dl útbleyttar brasilíuhnetur
- ⅔ dl útbleyttar kasjúhnetur
- 2-3 msk vatn
- 2 msk sítrónusafi
- 2-3 msk næringarger
- 1 tsk probiotik duft (hægt að opna hylki m acidophilus)
- 1 tsk laukduft
- ½ tsk sjávarsalt
- smá nýmalaður svartur pipar
- fullt fullt af ást
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til orðið að fallegum osti.
Samsetning
1 lag kúrbítssneiðar + 1 lag grænt pestó + 1 lag brasilíuhnetuostur + 1 lag kúrbítssneiðar + 1 lag rautt pestó + 1 lag avókadósneiðar = endurtekið