Hristingur m trönuberjasafa
- 1 manns
- Auðvelt
Uppskrift
Í þennan frískandi hristing notum við ýmislegt næringarríkt hráefni eins og himneska trönuberjasafann, möndlur, ávexti og spínat. Uppskriftin miðast við eitt stórt glas.
- 1 ½ dl vatn
- 15 möndlur
- ¾ -1 dl trönuberjasafi
- 2 dl frosinn ananas
- 1 dl frosin bláber
- 1 dl spínat
- ½ banani
- 2 döðlur
- ef vill:
- 2 tsk hörfræolía
- 1 msk próteinduft
Byrjið á að setja vatn og möndlur í blandara og blandið vel. Bætið svo restinni út í og blandið aftur. Hellið í falleg glös og njótið.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla