Jarðaberja sjeik

Hristingar

  • Auðvelt
  • Jarðaberjasjeik
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já

Uppskrift

Þessi jarðaberjasjeik er frábær í staðinn fyrir ísbúðarferð þegar stemningin kallar á svalandi sjeik. Ef þið viljið enn sætari sjeik bætið bara aðeins meira hlynsírópi út í. Frábært að toppa með ferskum jarðaberjum. 


  • 225 ml möndlumjólk
  • 1 stór eða 2 minni bananar (best frosnir)
  • 1 msk hlynsíróp
  • 200g frosin jarðaber

Gott að taka jarðaberin og bananana út 15 mín áður en þið búið til sjeikinn.


Setjið möndlumjólk, hlynsíróp og banana í blandara og blandið saman.


Setjið jarðaberin út í, eitt í einu þar til þetta er orðið að sjeik.