Brauð með avókadó og kasjúosti

Dögurður

  • 2 manns
  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Ristað súrdeigsbrauð með kasjúosti, avókadó og paprikumauki. Frábært í morgunmat, hádegismat eða í brunch.
Þessi uppskrift er hugsuð fyrir tvo. Það verður afgangur af smurostinum, svo ef þið viljið útbúa brauð fyrir fjóra, þá er nóg að tvöfalda allt nema smurostinn.


  • 2 brauðsneiðar, t.d. gott súrdeigsbrauð
  • 1 avókadó
  • kasjúhnetusmurostur
  • grillað paprikumauk
  • rifinn sítrónubörkur
  • ferskur kóríander

  • Kasjúhnetusmurostur:
  • 1 b (2,4 dl) kasjúhnetur, lagðar í bleyti í heitu vatni í korter
  • 60 ml vatn
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 tsk eplaedik
  • 1 msk næringarger
  • 1 msk jalapenjo, eða eftir smekk
  • ½ tsk sjávarsalt

  • Grillað paprikumauk: 
  • ½ krukka grilluð paprika frá Ítalía, fæst í Hagkaup og Bónus
  • ½ af ólífuolíunni í krukkunni
  • smá salt
  • smá chili

Byrjið á að útbúa kasjúhnetusmurostinn.
Leggið kasjúhnetur í bleyti í heitu vatni (vatnið á að fljóta yfir), hellið síðan vatninu af eftir korter.
Setjið útbleyttar kasjúhneturnar í blandara ásamt 60 ml vatni og restinni af uppskriftinni og blandið. Tilbúið.

Paprikumauk
Maukið saman ½ krukku af grilluðum paprikum og helminginn af olíunni í krukkunni ásamt salti og chili af hnífsoddi.
Við notum grillaðar paprikur í glerkrukku frá Ítalía merkinu sem fæst í Hagkaup og Bónus.

Ristið brauð, smyrjið kasjúhnetuostinum á brauðið, skerið niður avókadó til að raða á brauðið og berið fram með paprikumaukinu, ferskum kóríander og rifnu sítrónuhýði.

Njótið!